Jori Hulkkonen í Reykjavík 12.-13. september! Jori Hulkkonen í Reykjavík 12-13 september

Jori Hulkkonen er kannski ekki eitthvað nafn sem allir kannast við en þessi ungi Finni hefur verið viðriðin útgáfu danstónlistar allt frá 9.áratugnum.

Fæddur í bænum Kemi árið 1973 þar sem skammdegið ríkir nánast samfleytt allan sólahringinn allan veturinn. Hans tónlistarferill hófst snemma 9. áratugsins með því að hlusta á finnska popptónlist og framúrsækjandi sænska elektróníska tóna frá nágrannalandinu Svíþjóð.

Árið 1989 ákvað hann að reyna fyrir sér í tónsmíði með því kaupa sér græjur.

Árið 1993 stofnaði hann plötufyrirtækið Lumi og ári síðar flutti hann norðar til borgarinnar, Oulu. Árið 1995 róaði Jori á önnur mið og reyndi fyrir sér með ýmsum plötufyrirtækjum en þar ber helst að nefna útgáfur á labelinu hybrid sem er í eigu Cari Lekebusch.

Árið 1996 fóru hlutirnir virkilega að ganga hjá Jori. Hann gaf út sýna fyrstu breiðskífu á því fræga plötufyrirtæki sem Laurent Garnier á hlut í, F Communications í Frakklandi, en hún bar nafnið Selkäsaari Tracks. Á þeirri plötu var Detroit og Chicago soundið allsráðandi. Einnig það sama ár fór Jori að spila mikið sem plötusnúður og tróð einnig upp á tónleikum víðsvegar um Evrópu.

Árið 1997 gaf Jori út það sem er að mörgum talið besta lag hans til þessa en það er lagið Let me love you sem var gefið út á F communications. Árið 1998 kom Jori með breiðskífuna The spirits inside me, en á þeirri plötu sýndi hann og sannaði enn eina ferðina að hann er tónlistarmaður sem sífellt kemur með nýja strauma.

Eftir útgáfu af fjöldna smáskífa frá árinu 1999 til 2001 kom út hin stórkostlega plata When no one is watching we are invisible og ári seinna fylgdi í kjölfarið breiðskífan Different.

Í fyrra gaf Jori út ásamt Tiga lagið Sunglasses at night en þar var hann undir nafninu Zyntherius, lag þetta var einn allri stærsti smellur síðasta árs. Í dag býr Jori í borginni Turku.

Svona í endann er alveg við hæfi að telja upp nokkra staði sem Jori spilað á og komið fram.
Þar ber að nefna The Rex (Frakklandi), The End (Bretlandi), Cream (Bretlandi), E-Werk (Þýskalandi), Kadoc (Portúgal), Paradiso (Hollandi), Roskilde (Danmörku) og Sonar (Spáni) svo eitthvað sé nefnt.

Ekki láta þennan snilling fram hjá ykkur fara, en hann mun spila deep house á Metz þar sem DJ Margeir mun spila á undan og svo á hinum nýja stað Kapital á Hafnarstræti (áður Spotlight – Thomsen) þar sem DJ Bjössi og DJ Árni E