Það var í september árið 2000 sem að plötusnúður er kallar sig DJ Panik kom til íslands fyrst og spilaði á Breakbeat.is kvöldi á 22, spilamenska hans vakti strax hrifningu íslenskra gesta og var hann mættur aftur aðeins 2 vikum síðar á Sythetic kvöldi á Gauknum. Síðan þá hefur DJ Panik komið þó nokkrum sinnum og gerði tildæmis allt vitlaust á úrslitakvöldi Herra Breakbeat.is árið 2001 og garðinn frægann á Akureyri um verslunarmannahelgina seinna það ár, og að ógleymdu lokakvöldi Iceland Airwaves sama ár. Hann hefur svo verið reglulegur gestur á Breakbeat.is kvöldunum síðan.

Nú er kauði mættur aftur á klakann og mega dansþyrstir samlandar mínir búast við mikilli gleði á Vídalín næsta fimmtudag, þar mun hann “djöngle-skrattsja og bít-djöggla” vitið frá viðstöddum ásamt ungstyrninu Gunna Ewok og “afa drum'n'bass á íslandi” engum öðrum en DJ Reyni.

Þannig að ef þú ert í stuði fyrir góða DnB kvöldstund á fimmtudagskvöldið skaltu endilega kíkja niður á Vídalín, þar kostar aðeins 500 kall inn og eru allir sem náð hafa 18 ára aldri velkomnir. Við byrjum að tjútta uppúr níuleytinu og höldum dampi til allavega eitt eftir miðnætti.