Leitin að hinni fullkomnu lúppu (2 ).

Næsta lúppukeppni: Ambient hljóðbútur við Blade Runner!

Í síðustu keppni var allt opið og fólk mátti gera hvað sem því sýndist. Þess vegna
voru lúppurnar mjög svo ólíkar og sýndu mikla breidd. Sú tilraun tókst vel og 45
lúppur komu inn. Og þar sem lúppukeppnin á að vera áhugaverð og spennandi þá
getum við ekki farið að endurtaka okkur, við verðum að gera eitthvað nýtt…

Í næstu keppni ætlum við að setja þessu mun meiri skorður og setja ykkur
verðugt verkefni. Í næstu lúppukeppni á að skila inn ca 30 sek ambient lúppum.
Það má nota öll hljóðfæri sem hafa pitch, þ.e.a.s. allt nema venjulegar trommur. (
Engar 909 eða 808 trommur, mögulega í lagi að nota Tomtom eða Claves en ekki
bassatrommur, hihats eða svoleiðis dót) Það má nota hverskonar Vibrafón, Mallets
eða önnur ásláttarhljóðfæri svo lengi sem þetta eru ekki trommur notaðar bara í
einum hljóm. Takmarkið er að búa til ambient hljóðbút sem myndi virka vel inni í
myndinni stórkostlegu Blade Runner. Lúppan þyrfti að ná atmóinu í myndinni og
gefa myndinni svo einhverjar nýjar víddir. Þá má nota einhver sömpl úr myndinni,
en þau meiga þó ekki vera það áberandi að þau séu aðalatriðið í lúppunni ykkar
frekar notist sem skraut til þess að tengja betur við myndina.

1. Lúppan má vera 16 bars ( 16 x 4slög - ca. 30-35 sek)

2. Það má nota hvaða forrit sem er til þess að semja lúppuna, en miða verður við
að ekki sé einungis notuð tónlist eftir aðra. Þetta verður að vera frekar “orginal”
lúppa.

3. Sendið lúppuna inn á tilveran@tilveran.is undir subjectinu “lúppa 02”.

4. Látið fylgja með fullt nafn og símanúmer! ( MIKILVÆGT!! )

5. Þau þrjú sem eiga flottustu lúppurnar að mati Tilveruguðanna fá að launum eitt
eintak af … ( einhverjum disk með íslenskum raftónlistarmanni/hljómsveit. ) Erum
ekki búnir að ganga frá því ennþá, en auðvitað eru þessi verðlaun ekkert
aðalatriðið… aðalatriðið er að vera með!

6. Sendist inn sem: aiff, wav eða mp3 ( 192 helst )

Spurningar sendist á tilveran@tilveran.is

Kveðja, Tilveruguðirnir

PS. Tóndæmi fyrir svona lúppu er nú að finna á Tilveran.is - undir Loops 02 -
Dæmi um Lúppu 02