DJ Grétar spilar á breakbeat.is kvöldi ! Allflestir unendur raftónlistar ættu að þekkja til breakbeat.is og því ætla ég nú ekki að fara löngum orðum um hvað það er og hvað það gerir. En fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta samansafn ungra drengja sem að halda úti vefsíðu, útvarpsþætti og standa fyrir langlífustu klúbbakvöldum borgarinnar, en þau hafa verið starfrækt í rúm 3 ár.

Klúbburinn lætur deigann hvergi síga og á sumarmánuðum er alltaf glatt á hjalla, enda létt yfir landanum og stuð í borg. Næsta fimmtudagskvöld verður klúbburinn með kvöld á skemmtistaðnum Vídalín, þar mun ásamt fastasnúðunum Reyni og félögum, goðsögnin sjálf DJ Grétar G. standa bakvið spilarana og reiða fram ferskt breakbeat tónaflóð. Eins og breakbeat.is þarfnast Grétar engrar kynningar en fyrir þá sem að lítið þekkja til þá er Grétar einn besti og ástsælasti plötusnúður þjóðarinnar og hefur oft á tíðum slegið í gegn með mergjuðum syrpum á mörgum þeim stærstu og öflugustu kvöldum sem að haldin hafa verið á klakanum.

Ég vill að sjálfsögðu hvetja alla sem að hafa gaman af drum’n’bass og breakbeat tónlist, já og danstónlist almennt að kíkja á Vídalín á fimmtudaginn, kvöldið byrjar kl 21 og stendur til 01, það kostar aðeins 500 kall inn, alltaf ódýrara en í bíó. Þó ber að athuga að skilyrði fyrir inngögnu er 18 ára aldur og gott er að hafa skilríki með í för.

- Vídalín – Fimmtudagskvöld – Grétar og breakbeat.is snúðar – Fjör -