Verið er að ganga frá síðustu lausu endunum í að fá True Playaz kappan Pascal til að troða upp í Reykjavík. Kauði er ásamt þeim Hype og Zinc meðlimur í Ganja Kru genginu sem rekur True Playaz Records og heldur úti samnefndum klúbbi á skemmtistaðnum Fabric í London. Auk þess að spila reglulega á hinum ýmsu d&b samkomum Lundúnar er Pascal tíður gestur á klúbbum víða um veröld. Þetta verður hins vegar fyrsta, en kannski ekki síðasta, heimsókn True Playaz meðlims hingað á klakann.

Pascal : Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Pascal verið leiðandi afl í drum & bass og jungle tónlistinni í yfir áratug. Hann á rætur sínar að rekja til hip hop tónlistarinnar, en leiddist fljótt út í rave menninguna og fór að búa til tónlist með hinum ýmsu listamönnum. Hans fyrsta sóló-lag, “Johnny”, kom út undir nafninu Johnny Jungle árið 1992 á hans eigin Face Records og verður að teljast eitt af allra stærstu lögum hardcore tónlistarinnar (hefur m.a. verið remixað af Dillinja, Danny Breaks og Andy C). Meðal annara klassíka sem kappinn er ábyrgur fyrir eru “Flammable” (1993 Suburban Base), “P-Funk Era” (1994 Frontline) og “Killa Sound” (1995 Suburban Base).

Pascal hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við DJ Hype, DJ Zinc, Marvellous Cain, MC GQ, Wax Doctor og Goldie, en saman gerðu þeir lagið “Mission Impossible” undir nafninu Cover Operation fyrir Face Records safnplötuna Face the Future (1993). Eftir að Face útgáfan lagði upp laupana stofnaði Pascal Frontline Records árið 1994 og tveimur árum síðar True Playaz Records ásamt félögum sínum Hype og Zinc. Þremenningarnir á bakvið True Playaz skipa einnig Ganja Kru gengið sem hefur meðal annars sent frá sér skrýmslið “Super Sharp Shooter” og remixað Jay-Z, Armand Van Helden og Missy Elliot. Árið 1996 skrifaði Ganja Kru undir plötusamning við plöturisan RCA sem gaf af sér EP plöturnar Super Sharp Shooter og New Frontiers. Síðustu sóló-verk Pascal samanstanda m.a. af EP plötunum A New-Funk Era EP (True Playaz 2000), Versions EP (True Playaz 2001),Watershep EP (True Playaz 2002) og remixi gert í samvinnu við DJ Hype af “Dirty Harry’s Revenge” með Adam F & Beenie Man (Kaos 2002).

Nytsamir hlekkir:
www.frontline.uk.com
www.true-playaz.co.uk/
www.true-playaz.co.uk/forum/
www.ganja-kru.co.uk
www .breakbeat.is

Svo að lokum skal það tekið fram að gamla kempan Eldar ritaði þessa grein og henti inn á breakbeat.is ;)