Ég hef orðið fyrir miklu áreiri undanfarna daga vegna þess að DJ sem kallar sig Scooter ákvað að láta sjá sig á þessum klaka, ég man þegar ég heyrði fyrst í honum árið 1995 á Pottþétt 3 plötunni. Sá dagur lifir í minnungunni sem versti dagur sem skilningsvit mín hafa upplifað.

Ég hef aldrei nokkurntíman getað skilið hvernig fólk fer að því að hlusta á raftónlist, þó svo að ég hafi mjög breiðan tónlistarsmekk þá fer raftónlist ekki þar inn. Ég fót þá að pæla, fellur þetta virkilega undir skilgreininguna “Tónlist”? Byrjum á að kryfja orðið: Tón; Tónn, hljóð eða nóta, oftast koma margir tónar í röð til að mynda lag. List; hverslags leið sem fólk kýs til að tjá sig, málverk og ljóð falla þar undir.

Vissulega eru hér margir tónar á ferð, alltof margir, en þetta getur á engan hátt flokkast undir list. Pælingarnar á bak við lögin eru engar, það er í rauninni enginn sem gerir neitt. Það kemur aldrei kafli þar sem að hinn eða þessi hljóðfæraleikarinn gerir eitthvað gott eða slæmt, þetta er í raun ekkert nema samansafn af töktum. Það á til að mynda aldrei eftir að koma neitt snilldarverk úr raftónlistarbransanum sem fólk á eftir að minnast um ókomin ár.

Það sem að heillar mig samt einna mest við þetta batterí allt saman eru týpurnar sem hlusta á þessa tónlist, og hef ég komist að því að þær eru þrennskonar; Fyrsta ber að nefna Astrótöffarana, með aflitað hár og hlusta á FM 95,7 þegar þeir rúnta um á Hondu Civic V-Tec með rúðuna niðri, þessir menn eru einkann gjarnir á að lenda í slagsmálum út um allar trissur, sem að orsakast oftast nær út af ofdrykkju þeirra, eða fíkniefnaneyslu. Astrótýpan þjáist af mikilli minnimáttarkennd, sem að endurspeglast oftast nær í álfelgunum á bílnum hans, Astróinn hefur að sama skapi nákvæmlega ekkert vit á tónlist og væri maðurinn sem spyrði “Hver er eiginlega þessi Pink Floyd?”. Aðrir í röðinni eru raftónlistarstelpurnar, þær eru stelpurnar sem oftast sjást í farðþegasætinu á Hondunni, en til eru undantekningar á reglunni og hafa þær sést keyrandi Honduna. Þetta eru stelpur sem t.a.m. kláruðu ekki stúdentspróf og þykir gjarna gott að borða ecstasy um helgar. Því miður er það nú oft þannig að Raftónlistarstelpurnar eru bráðmyndarlegar stúlkur, sem hafa að sama skapi ekkert á milli eyrnanna, djamma sig í gegnum tvítugs og þrítugsaldurinn með það statt og stöðugt í undirmeðvitundinni að þær muni hitta mann í vel launaðri vinnu sem mun sjá um þær í framtíðinni, oftast rætist ekki úr því og enda þær því oft sem einstæðar mæður sem vinna á afgreiðslukassa í kjörbúð, krakkinn er oftast undan Astrónum sem hefur löngu flúið sínar skildur og lætur nægja að borga sitt meðlag. Raftónlistarstelpan hefur að sama skapi nákvæmlega ekkert vit á tónlist. Í þriðja lagi ber að nefna týnda liðið, það finnst einkum og sér í lagi á landsbyggðinni, en tilfelli eru einnig til á höfuðborgarsvæðinu. Landarinn veit aldrei almennilega í hvorn fótinn hann á að stíga, hvort hann eigi að hlusta á Limp Bizkit eða DJ Raphinsontrow, og endar hann oftast í miðjumolli með samansafn af báðu í MP3 safninu sínu. Ekki þýðir að benda Landaranum á aðra tónlist, sem fyrir löngu er sönnuð snilld eða ný snilld á byrjunarstigum, Landarinn vill fylgja tískunni sem er í Reykjavík, og þar sem að hann blindast auðveldlega í skærum ljósum 101, vill hann oft líta á Astrónanna sem einskonar goð og vill apa eftir þeim á alla vegu. Jafnt á við hin tvö tilfellin hefur landarinn minna en ekkert vit á tónlist, og hlustar glaður á rusluð sem FM 95,7 býður upp á, vegna þess að það er svo töff.


Ég ætla ekkert að alhæfa hér og segja að það sé eingöngu svona fólk sem hlustar á rafdrasl, það eru til allskonar hálfvitar sem hafa á einhvern óskiljanlegan hátt náð að sannfæra sjálfa sig um að þetta sé í raun skemmtilegt og gaman, þetta voru aðeins 3 algengustu tilfellin. Í samantekt vill ég að eftirfarandi komi fram: Raftónlist er drasl sem ætti að banna í útvarpsspilun, geng viðurlögum sem framfylgt væri af MÉR! Í guðs bænum kaupið ykkur almennilega diska og hættið að hlusta á þennan sora!