Yoshitoshi Records Margir kannast vel við Yoshitoshi Records enda ekki skrýtið, þar sem þeir eru að gefa út solid tónlist. Ég þekki að ég held engann plötu snúð sem ekki lumar á Yoshitoshi plötu í kassanum sínum. Margir kannast vel við þetta label en kannski ekki allir, svo ég læt þetta flakka ásamt smá fréttaskotum.

Yoshitoshi er í eigu Deep Dish (Dubfire & Sharam). Þeir stofnuðu Yoshi árið 1991.. og eru búnir að vera að síðan. Þeir stofnuðu líka nýverið Shinichi útgáfufyrirtækið sem hefur verið að gera góða hluti. Svo er það allra nýjasta - útgáfufyrirtækið YO.

Semsagt, 3 label og nær allt sem maður heyrir yfir meðallagi.

Deep Dish gerðu líka Global Underground 21 í Moskvu og fengu einhver verðlaun fyrir hann, og eru að fara að gera 25 að ég held í Toronto, Kanada.

Svo er Yoshitoshi að fara að senda frá sér sína 100ustu útgáfu, svona hátíðarútgáfu með remixum af klassíkerum frá sér.

Filterheadz remixa ‘House Music’ með Eddie Amador
Chus & Ceballos remixa ‘The Baguio Track’ með Luzon
That Kid Chris remixar ‘Giv Me Luv’ með Alcatraz
Phil Kieran remixar ‘Dubb Me Sometin Fresh’ með 6400 Crew

Semsagt, tvöföld hundraðasta útgáfa Yoshitoshi - og það gæti jafnvel farið svo að ég myndi næla mér í eintak.