Hvað með Íslendingana Hér inná raftónlist og á djamminu er alltaf sama fólkið að rífast um það hvort þeir séu nú nógu góðir þessir blessuðu plötuspilarar sem D.W.,Breakbeat og Electrolux eru að flytja hingað inn á færibandi.
Hvernig væri nú að við myndum bara hætta að flytja inn erlenda ps. og héldum okkur bara við meðbræður okkar Íslendingana. Við eigum nóg af góðum skífuþeyturum sbr. brunahani,Frímann,Lego,Veiran,T.H.,Vector,Arnar,Birkir, Bjarki, Grétar,Árni,Tommihvíti,Guðný,Zus,Margeir,pr.bongo,Kári, ozy,Thor,og síðast en ekki síst Exos sem var að spila á Tresor um þar þar síðustu helgi. Nennti ekki að finna fleiri, þið getið bætt við.
Mig langar til dæmis að skanka við feita tóna Brunahanans um næstu helgi en nei ég get það ekki því hann þyrfti að heita B.Firehydrant og koma frá útlandinu góða.
Er þetta hægt.INN MEÐ ÍSLENDINGANA ÚT MEÐ ÚTLENDINGANA
Þeir mega koma á 3-4 mánaða fresti.
M kv:) i.tho