jjjjjjjjjjosh wink Látið hugann reika aftur til vorins 1995. Neðan úr Rósenberg-kjallaranum berast skrýtin óhljóð
í bland við mögnuð fagnaðarlæti. Spólum aðeins inní árið, nánar tiltekið fram í ágúst, við
erum á Uxa- hátiðinni að morgni sunnudags, James Lavelle spilar eitt ákveðið lag tvisvar á
20 mínútum. Spólum fram í nóvember og þetta ákveðna lag er komið á topp Íslenska
listans, eftir að hafa ferðast úr neðanjarðarmenningu 101, út á land og til baka til Reykjavíkur
þar sem það tók sess sinn sem lang-vinsælasta lag ársins. Lagið sem um ræðir er Higher
State Of Consciousness og flytjandinn var Josh Wink.

Síðan þá hefur hann verið fastur hluti af tekk-hús sennunni beggja vegna Atlandshafsins og
verið einn afkastamesti  prodúsentinn í bransanum. Nægir þar að geta fjöldamargra
endurhljóðblandanna fyrir listamenn eins og Moby, 4 Hero, Paul Oakenfold, Dave Clarke,
Skinny Puppy, Slam og Depeche Mode ásamt mikillar framleiðslu undir eigin nafni, þar sem
helst ber að geta vinsælasta klúbbalagi ársins 2000 “How’s Your Evening So Far?”

Í tilefni þess að Elektolux er komið úr vetrarfríi, höfum við ákveðið í samvinnu við
Breakbeat.is að flytja kappann til landsins þann 14. mars næstkomandi. Að þessu sinni
verðum við á Astró í besta hljóðkerfi landsins. Ásamt Josh Wink koma fram Grétar G og
Breakbeat.is crew á efri hæð.