Og plötusnúður ársins er..............DJ Sóley!! Sælir raftónlistarunnendur!

Nú í gær voru tónlistarverðlaun Undirtóna og Radió-x afhent í fyrsta skipti. Ég smellti mér ásamt honum Arnari vini mínum og horfði á hluta af verðlaunaafhendingunni.

Ég nenni eiginlega ekki að fara að skrifa um neitt af verðlaunahöfunum nema kannski í tveim flokkum, það eru plötusnúður ársins og raftónlistarband ársins.

Í flokki plötusnúða ársins voru eftirfarandi tilnefnd:
DJ Árni E (Alfons X)
DJ Grétar
DJ Rampage (Robbi Chronic)
DJ Sóley
DJ Tommi White

Ég hef heyrt þær ófáar kvartara-raddirnar hér á huga, afhverju hún Sóley hafi verið tilnefnd og einnig smá tuð um að Robbi skuli hafa verið tilnefndur, satt að segja sé ég ekkert að því að Robbi hafi fengið tilnefningu en Sóley….það er annað mál, fín stelpa og allt það en hún er ekki alvöru plötusnúður. Eða hvað ? Allavega…hún Sóley hirti verðlaunin í gær og er ég smá fúll yfir því þar sem að menn eins og Grétar, Árni, Tommi og Robbi eru allt mjög góðir plötusnúðar sem hafa verið viðrinir skemmtanalífið á Íslandi yfir 10 ár og laggt ótrúlega mikið af mörkunum til þess að gera það betra. Nú skil ég hvernig lærðum leikurum líður þegar ólærður leikari kemur og stelur af þeim verðlaununum á Eddunni :)

Í flokknum besta raftónlistin voru eftirfarandi tilnefnd:
Ampop
Blake
Gus Gus
Múm
Tommi White

Allt fínir tónlistarmenn og finnst mér þeir allir eiga skilið að vera í þessum flokk. Gus Gus hirti verðlaunin í gær og kom það mér ekkert á óvart svosem. Ég hefði þó frekar viljað sjá Ampop eða Múm taka verðlaunin þar sem þessar tvær hljómsveitir voru að gera frábæra hluti árið 2002 á meðan Gus Gus gaf jú út plötu, en það var ekkert á þeirri plötu sem var að skara framúr…ágætis plata jú…en ekkert Múm eða Ampop quality í gangi.

Jæja! Hvað fannst ykkur um verðlaunahafana í þessum 2 flokkum ? Sammála ? Ósammála ? Einhverjir sem voru ekki tilnefndir sem áttu að vera þarna ? Einhverjir sem voru tilnefndir sem ekki áttu að vera þarna ?