Ég ætlaði upprunalega að svara síðustu grein, en ákvað svo að skrifa grein og fara yfir það helsta í sögu Trance tónlistar.

Þetta byrjaði allt í upphafi tíunda áratugsins. Árið 1990 var Hardcore-senan farin vel af stað í Þýskalandi. Það ár fór Westbam af stað með Low Spirit útgáfuna, sem er ennþá stórt veldi í Þýskalandi. Ári seinna fór Westbam af stað með Mayday, stærsta innanhús rave sem haldið hafði verið. Mayday er hefur verið árlegur viðbruður síðan, ennþá risastór (næsta er 30.04.03 í Dortmund).
Árið 1991 fór Sven Väth af stað með Eye Q og Harthouse. Þessi tvö útgáfufyrirtæki áttu eftir að skipta hvað mestu máli í þróunn Trance. Fyrstu tvær útgáfur Harthouse, báðar eftir Sven Väth (og Ralf Hildenbautel), voru “Barbarella 1” og Metal Master - “Spectrum”. Þessi áttu stóran part í að leggja grunninn að því sem seinna var kallað Hardtrance. Oliver Lieb Gaf út sína fyrstu plötu á Harthouse undir nafninu Spicelab, hann átti eftir vera mikill áhrifavaldur á hvernig Trance ætti eftir að “sánda”.
Árið 1992 kom lagið “Acperience” eftir Hardfloor út á Harthouse. Lagið endurvakti græjuna TB-303 frá dauðum og gaf því fallega bjögun sem síðan varð “standard” seinna meir. Það má deila um hvort lagið sé Trance eða ekki, en það er ekki hægt að neita hversu mikil áhrif það hafði á Trance.
Bonzai Records fór af stað í Belgíu árið 1992 og hefur verið eitt af þeim útgáfum sem eiga flesta klassíska titla undir sínu belti. Má þar nefna “E-mission” og “Stockhausen 1” eftir Stockhausen, “Reality” eftir Phrenetic System og “landmark'ið” “The First Rebirth” eftir Jones & Stephenson sem fyrstu fastmótuðu HardTrance lögin sem náðu hylli almennings.
Platipus fór af stað í bretlandi 1993. Platipus hafði listamenn einsog Art of Trance og Union Jack innanborðs. Þessir tvö nöfn áttu eftir að verða mjög áberandi í Trance senunni nærtu árinn. Árið 1993 gerðist það líka að lagið “Cafe Del Mar” kom út. Lagið er eftir Cosmic Baby og Kid Paul og gefið út undir nafninu Energy 52. Lag þetta hefur síðan þá komið í út í allskonar, misgóðum, útgáfum.
Í Hardcore senunni var það að frétta að listamenn einsog Westbam, Marusha og RMB voru að birtast á vinsældalistum víðsvegar í Evrópu. Einnig voru að skjóta upp hljómsveitir sem gerðu útá live spilamennsku (með mc og tilheyrandi), má þar nefna hljómsveitir einsog Scooter, Charly Lownoise & Mental Theo og Ultra Sonic. Popp afbrigðið af Hardcore'inu var líka í góðum gír með listamenn einsog 2 Unlimited, Anticapella, Snap og fleiri að gera allt vitlaust á vinsældalistum í evrópu. Listamennirnir á bakvið lögin virtust ekki ekki vilja verða þekktir, heldur réðu þeir módel til að (oft) þykjast vera syngja.
það má segja að árin 1993 og 1994 hafi Trance senan verið í hámarki. Oliver Lieb dældi út hágæða lögum og remixum undir nöfnunum Spicelab, The Ambush og Paragliders ásamt sínu eigin. Sven Väth gaf út breiðskífuna “The Harlequin, The Robot and The Ballet-Dancer”. Jam & Spoon gerðu “Stella”, “Follow Me” og hið víðfræga remix af Age Of Love - “Age Of Love”. Jones & Stephenson gerðu “The Second Rebirth”. Way Out West gáfu út “Ajare”. “The Orance Theme” eftir Cygnus X kom út og Paul Van Dyk Gaf út hið klassíska “For An Angel” (ég er örugglega að gleyma einhverju).
Árið 1995 byrjuðu peningar dáldið að taka völdin. Jam & Spoon gáfu út “Right In The Night” og urðu peningamaskína. Europoppið var farið að ríða markaðnum til fulls og Hardcore'ið var farið að verða góð söluvara. Trance'inn staðnaði því hann fylltist af hinum og þessum listamönnum sem virtust aðeins vera að þessu fyrir peninga og gerðu því bara ódýrar eftirlíkingar.
Árið 1996 var búið að blóðmjólka Trance og Hardcore stefnurnar markaðslega og því þurfti því eitthvað nýtt. Markaðurinn var því farin að horfa meira til House tónlistar aftur. Uppúr hús-senu breta poppaði hljómsveitin Faithless með lögin “Insomnia” og “Salva Mea” sem innihéldu nýja “sánd'ið” sem markaðsmennirnir þráðu svo heitt. Það má nánast segja að það liðið langur tími þar til kom lag sem ekki innihélt þetta “sánd”. Má þar nefna lögin “Encore Une Fois” eftir hljómsveitina Sash! og “Bellisima” eftir Dj Quicksilver sem þau frægustu.
Það gerðist lítið merkilegt í Trance senunni fyrr en 1997 fyrir utan Brian nokkurn Transeau, sem hafði gert það gott í Bandaríkjunum og Bretlandi og með breiðskífunum Ima og ESCM.
Núna gerðist það líka a' Paul Van Dyk var orðin þreyttur á því hvað Trance var orðin uppfull af innihaldslausum endurtekningum og endurgerði því “For An Angel” til að sýna hvernig ætti að gera þetta. Listamaðurinn Nick Bracegirdle skaut upp kollinum og gerði lagið “Footprint” vinsælt undir nafninu Disco Citisenz og gaf út tímamótabreiðskífuna “Far Away From The Maddening Crowds” undir nafninu Chicane. Paul Oekenfold, Sasha og John Digweed voru orðnir vinsælustu plötusnúðar heims og Dj Tiesto fór að verða áberandi. Ferry Corsten gaf út lagið “Air” undir nafninu Albion. Til að forðast þann vonda stimpil sem vinsældahórurnar höfðu sett á Trance stefnuna var orðinu Progressive bætt fyrir framan. Progressive Trane einkennist af mun mýkri hljóm og mun færri “drumrolls” en finnast í “hefðbundnum” Trance.
Síðan 1998 hefur þróunn verið mismikil. Upp hafa skoppað undirstefnur einsog HardHouse (sem er í raun nútíma Hardcore) og Tech-Trance. Trance plötuplötusnúðar halda áfram að vera þeir vinsælustu (Sasha & Digweed (progresive), Paul Oakenfold og Dj Tiesto). Einnig má geta þess að Klúbbahústónlist er að mestu leiti dottin í Progressive gírinn, ProgHouse lifir góðu lífi.

Ég er að hugsa um að láta þetta duga í bili. Ég Stiklaði í raun aðeins á stóru þótt þetta sé löng grein, því af nóg er að taka. Ástæða þess að ég tala lítið um Dj Tiesto og Ferry Corsten og ekkert um Svenson & Gielen, Marco V, Mauro Piccotto og fleiri af þeirri grein er sú að ég er bara lítið fyrir þannig Trance og finnst þeir í raun hluti af endurtekningamenningunni sem ég talaði um áðan.
Ég vona að einhver hafi haft gaman af þessari grein og hafi jafnvel lært eitthvað í leiðinni.

Góðar Stundir.

ps. ég vona að þessi trance umræða hætti! þetta er komið nóg!
Góðar stundir.