Ice Ventura #1 - 25. janúar @ Gaukurinn Eins og margir eru eflaust búnir að taka eftir þá er búið að vera að auglýsa PPK á Gauknum á laugardaginn. En því miður kom upp smá vandamál þarna í Rússlandi og kemst hann ekki á tilsettum tíma.
Dreamworld hefur því ákveðið að færa PPK á Ice Ventura #2 sem verður haldið í næsta mánuði, eða þann 28. febrúar. Og í staðinn kemur Dj Garry White frá Bretlandi núna á laugardaginn.

Garry White kemur frá Sheffield en flutti til Bournemouth (suður englandi) á sínum yngri árum.
Hann hefur nú verið í bandinu Yekuana í heil 9 ár, en fyrir 4 árum breyttu þeir nafninu í Northface. Þetta er alveg sama bandið bara Yekuana var meira tribal en Northface er kannski klúbbavænni.
Þeir eru 3 saman í þessu, Garry, Lee Harris og Karl Maddison, en þeir eru allir gamlir skólafélagar.
Þeir spila þó á engin hljóðfæri heldur koma saman bara í stúdíóinu einu sinni í mánuði og búa til einhverja tónlist.

Ferill hann sem alvöru dj hófst ekkert fyrir svo löngu síðan, en hann var einu sinni beðinn um að spila í partýi þar sem um 200 manns komu saman til að skemmta sér, og eftir það lá leiðin bara uppá við.
Hann fékk nærri strax residency hjá Slinky en þeir eru 3 þar sem spila. Hefur hann unnið með dj-um eins og Carl Cox, Jeremy Healy, Sasha og John Digweed svo eitthvað sé nefnt.
Fer hann líka alltaf reglulega til Singapore þar sem hann spilar á the Liquid Room, en Slinky heldur mánaðarlega kvöld þar.

Margir hafa undrasta á nafninu hans, hvers vegna það eru 2 r í því, en að því spurður segir hann:
“Well, me father's Barry White. *dramatic pause* *laughs*.

That's just a joke. Everybody asks ”Why do you spell it with two ‘R’s?“ but that's how it's spelt. My family, Mum and Dad, christened me Garry with two Rs. I was going to change it to 3 Rs but I felt it'll be too long!”

Margir hafa haldið að Slinky sé bara eitthvað trance dæmi en residentarnir, Garry, Dave Lee og Tim Lyall eru allir mjög progressive, meira tribal og techno. Þeir spila einmitt alls ekki tónlistina sem “almenningurinn” vill, heldur eru þeir að þessu fyrir sjálfan sig… :)

Ice Ventura #1 verður sem sé laugardaginn 25. janúar núna næstkomandi og mun dj Ingvi hita upp fyrir Garry. En tekur svo við og spilar til 6.00 .

Miðaverð er kr 1500 við hurð en forsalan er hafin í Maraþon í kringlunni og kostar miðinn 1100 kr.

Vonast til að sjá sem flesta þar!

kv,

LadyJ