Helgina 21.-22. júní og næstu þrjá virka daga á eftir (utan vinnutíma) verður haldið námskeið í dönsunum salsa, boogie woogie og lindy hop í íþróttahúsi Háskóla Íslands.

Salsa er dans sem allir þekkja með uppruna sinn frá karabíska hafinu og boogie woogie og lindy hop eru amerískir sveifludansar (e. swing dances) sem eru dansaðir við jazz, swing, rock’n roll og jafnvel nútíma popp tónlist!

Við fáum sjö afar hæfa erlenda leiðbeinendur, m.a. margfaldan heimsmeistara í boogie woogie og sigurvegara á US Open í lindy hop. Á krepputímum er verðlagningu auðvitað haldið í algjöru lágmarki! Danskennarar Háskóladansins vinna í sjálfboðavinnu svo það er leitun að ódýrari dansi!

Nánari upplýsingar og skráning á www.haskoladansinn.is