Byrjendanámskeið í Lindy Hop Lindyravers standa fyrir 12 vikna byrjendanámskeiði í “swing” dansinum Lindy Hop.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 9. september í Hinu Húsinu
Pósthússtræti 3-5.

Kennt verður á þriðjudögum í
Hinu Húsinu frá kl.19:00 - 20:30.

Verð fyrir námskeiðið er 3.500- kr

Lindy Hop (oft nefnt Jitterbug) er “swing” dans
frá þriðja áratugnum og er blanda af dönsum á borð
við Charleston, Tappi, Breakaway og Jazzi og er
aðallega dansaður við swing jazz tónlistina(“bigband”).

Opnir kynningartímar verða þriðjudagana 9. og 16. september kl 19:00.

Upplýsingar í síma; 8682859 og á lindyravers@gmail.com


Sjáumst….