Ég var að taka upp vídeó af mér að dansa um daginn fyrir afa minn sem býr í bandaríkjunum. Ég sé hann ekkert oft en þegar hann hringir af og til þá spyr hann alltaf hvernig gengur í dansinum og það er alltaf jafn erfitt að útskýra það í gegnum síma. Þannig ég ákvað að taka upp fyrir hann eitthvað af því sem við höfum verið að gera frá því um jólin. Allaveganna, málið var að mér datt í hug að stinga þessu hérna inn, reyna að koma einhverju lífi í þetta áhugamál :P

Ég er s.s. á öðru ári á listdansbraut hjá Danslistarskóla Jsb. Á voröninni vorum við í Street Jazz, Lyrical Jazz, Danssmíði og Klassíkum Ballet.

Fyrsta myndbandið er úr Lyrical Jazz tímanum okkar, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir kenndi.
Þetta er dans sem við æfðum fyrir lokaprófið. Lagið er Wise up með Aimee Mann.

<object width=“425” height=“355”><param name=“movie” value="http://www.youtube.com/v/Sl5cA-KS6pE&hl=en“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/Sl5cA-KS6pE&hl=en“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355“></embed></object>

Eitt verkefni sem við fengum fyrir prófið í lyrical jazz var að taka dansinn, þennan fyrir ofan, og breyta honum, gera hann að okkar eigin. Við vorum 2-3 í hóp, en ég er reyndar bara að dansa ein í þessu myndbandi. Það sem minn hópur var að reyna að túlka var svona ljúfsár tilfinning. Lagið er Wildflower með Sheryl Crow.

<object width=”425“ height=”355“><param name=”movie“ value=”http://www.youtube.com/v/zblRBrzV3lM&hl=en“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/zblRBrzV3lM&hl=en“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355“></embed></object>

Ein æfingin sem við gerðum var að rúlla í gólfinu, með mismunandi hraða o.þ.h. Tók alveg frekar á alltaf :P Annars gerði ég bara hægra megin í myndbandinu, þannig það vantar alltaf vinstra megin við hvert. Lagið er Beautiful Day með U2.

<object width=”425“ height=”355“><param name=”movie“ value=”http://www.youtube.com/v/guEiN_MKr28&hl=en“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/guEiN_MKr28&hl=en“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355“></embed></object>

Smá rútína úr horninu, ennþá lyrical. Lagið er Halleluja með Jeff Buckley.

<object width=”425“ height=”355“><param name=”movie“ value=”http://www.youtube.com/v/guEiN_MKr28&hl=en“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/guEiN_MKr28&hl=en“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355“></embed></object>

Önnur rútína úr horninu, þessi var í lokaprófinu. Lagið er Seemann með Ninu Hagen og Apocalyptica

<object width=”425“ height=”355“><param name=”movie“ value=”http://www.youtube.com/v/0Vyr58Bz0bs&hl=en“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/0Vyr58Bz0bs&hl=en“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355“></embed></object>
Þessi dans er úr Street Jazz áfanganum sem Kata Ingvars kenndi. Og, já, það er verið að fíflast aðeins þarna í byrjun, just ignore that.

<object width=”425“ height=”355“><param name=”movie“ value=”http://www.youtube.com/v/0Vyr58Bz0bs&hl=en“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/0Vyr58Bz0bs&hl=en“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355“></embed></object>

Að lokum, er smá gólf æfing úr street jazz áfanganum. Lagið er Do it again með chemical brothers.

<object width=”425“ height=”355“><param name=”movie“ value=”http://www.youtube.com/v/KWzMywBrzuU&hl=en“></param><param name=”wmode“ value=”transparent“></param><embed src=”http://www.youtube.com/v/KWzMywBrzuU&hl=en“ type=”application/x-shockwave-flash“ wmode=”transparent“ width=”425“ height=”355"></embed></object>

Jæja, ég vona að þið hafið haft eitthvað gaman af einhverju af þessu.
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson