Samkvæmisdansar Mig langar til að skrifa um uppáhálds samkvæmisdansana mína og þá sem ég var að æfa, en ég var að æfa dans í 4-5 ár. Æfingar hafa verið lagðar niður þar sem ég bý þannig að ég æfi ekki lengur, en væri alveg til í að æfa ef æfingar væru ennþá.
Mér fannst Cha Cha og Jive lang skemmtilegustu dansarnir.
Í Cha Cha lærði ég mörg “move”, ég man eftir Basic Movement auðvitað, New Yorker, Shoulder to Shoulder, Three Cha Chas Forward, Side Steps, There and Back, Time Steps og Alemana. Ég veit ekki hvort þið vitið hvernig þetta er eða hvort þið þekkjið nöfnin á þessu en kennarinn minn kenndi okkur nöfnin með dönsunum.
Ég man ekki alveg nöfnin á dönsunum í Jive, Basic Step man ég og Rock Step, svo man ég bara hreyfingarnar.
Við lærðum líka fleiri dansa eins og Quickstep, en ég lærði mjög lítið í honum. Hann hefði örugglega orðið einn af uppáhálds dönsunum mínum, ég lærði bara þetta basic í honum og það var mjög skemmtilegt.
Enskan Vals lærði ég líka og fannst það alveg ágætt. Svo lærði ég líka Samba sem var gaman en frekar erfitt. Mig minnir að við höfum aðeins farið í Rumba en man þó ekki mikið eftir því.

Já þetta var bara svona smá samantekt yfir þá dansa sem ég lærði. Hefði alveg viljað læra Salsa og meira í Jive og Quickstep, en það kemur kannski seinna ;)