Er hann að brjótast undir viðjum Bubba?(Og voru ekki allir orðnir þreyttir á Árna J myndinni)
Króni minn, Flokkur framfarasinna hefur ekki á stefnuskrá sinni að breyta íslenska fánanum, og það veistu mjög vel sjálfur, enda engin ástæða til. Við eigum afar fallegan fána sem við getum verið afskaplega ánægð með. Ef þú hins vegar þarft að vera með svona nasistaáróður haltu honum þá fyrir þig. Við búum í lýðræðisríki og sennilega eru flestir, ef ekki allir, sammála mér um að við viljum ekkert vita af nasistaáhugamálum þínum. P.s. þú ættir að skammast þín fyrir að afskræma þjóðfánann okkar með því að bendla hann við jafn ömurlegt tákn og hakakrossinn með þeim hætti sem þú gerðir.
Jón Sigurðsson forseti var fæddur 17. júní 1811 og lést 7. desember 1879. Jón var föðurlandsvinur eins og þeir gerast bestir og setti hagsmuni og velferð íslensku þjóðarinnar í algeran forgang fram yfir allt annað. Á minningarsíðu Jóns á www.hrafnseyri.is segir m.a.: “Jón Sigurðsson var tímamótamaður í Íslandssögunni. Ættum við ekki að sameinast í því að halda nafni hans á lofti?” Ég get tekið fullkomlega undir þessi orð og ekki síður þessi: “Við ættum ekki aðeins að sameinast í að halda nafni hans á lofti heldur og í að halda á lofti því sem hann gerði fyrir Ísland og íslensku þjóðina og standa vörð um það.”