Komið sæl.

Ég hef ákveðið að hætta sem stjórnandi á /cod.
Ástæðan er einföld. Ég spila leikinn mjög takmarkað og hef því litla þekkingu á stöðu mála í dag. Þar að leiðandi tel ég mjög marga mun betri í stöðu minni þann dag í dag.

Mér finnst leiðinlegt að hætta sem stjórnandi hér þar sem allt frá CoD1 hef ég fylgt þessum leik og horft á hann vaxa og dafna.

Ég þakka öllum stjórnendum og fyrrum stjórnendum hér fyrir samvinnu þeirra og vona að arftaki minn muni rífa þetta rækilega upp.

En áður en ég slít mig frá þessu samfélagi vil ég þakka öllum notendum /cod fyrir tímann og vona innilega að samfélagið eigi eftir að gera góða hluti áfram.

Mbk

Birkir Örn
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.