Staða /cod. Vinsamlegast lesið. Akkúrat núna eru 12 mismunandi kannanir sem bíða eftir að komast á forsíðu /cod og tel ég það vera ágætt í bili. Ég er ekki að banna fólki að senda inn kannanir, enganvegin. En fyrst þið kæru hugarar eruð svona frjóir þessa dagana, endilega vandið ykkur þegar þið búið til könnun.

Hvað myndir varðar þá er lítið sem ekkert að koma inn. Kannski ekki mikið til að mynda en þá er bara að vera “frumlegur” og ræna jafnvel hugmynd /hl drengja. Senda inn myndir af ykkar allra heilagasta rými (nei, því miður má ég ekki samþykja myndir af kjötsprotum cod spilara). Aðstöðumyndir eru ágætis hugmynd. Sörfið myndirnar á Half-Life áhugamálinu ef þið skiljið mig ekki.

Þetta er svosum það eina í bili, góða nótt.