Ég var að hugsa, þetta svæði hér er nú samasem dautt en ákvað að hella úr mínum fróðleiksbrunni með frekar fáum fróðleik samt.

En eins og málin standa í dag þá virðist ekki vera nein íslensk call of duty menning í gangi.

Er það satt ?

Ég lít á irc. Lífið sem iðaði ávallt á #cod.is er ekki upp á marga fiska og #codpickup.is sem var lífleg og ávallt fjörleg er sama sem dauð.

Jólamót sem ritari þessarar leiðinda greinar hélt hér í lok síðasta árs, (milli jóla og nýárs) var andskoti líflegt og mikið fjör á þeim bæ.

Svo ég spyr, er málið að halda annað svona mót núna í páskaleyfinu ?

Eða kannski eftir prófin, þar sem margir og þar á meðal ég ætla að reyna að nýta páskafríið til lærdóms(drykkju) þá held ég að próflóksmót sé málið.

Ég er tilbúinn að standa upp og ganga á plankann með andlitið í átt að svöngu hákörlunum.

En er áhugi fyrir þessu hér og núna ?

Það þarf að rífa þetta upp og hvað er betra til þess en skemmtimót af þessu tagi.

Síðasta mót gekk í sögu þó ég hafi beygt reglurnar á stöku stað og hert þær til persónulegs árángurs að margra mati þó ég þverneita að það hafi verið ástæðan. Maður verður bara alltaf að vera harður á reglunum ;) (nema þegar ég beygi þær)

En mér þótti ég hafa metið þetta mál rétt svosem en hvað um það. Nenni ekki að tala um það, það á ekki að leyfa mér að byrja að tala svona.

Ef það er áhugi fyrir próflókamóti sem ég skal standa fyrir upphrópið þá hér áhuga ykkar og hvernig þið viljið að staðið verði að málum.

For the greater good, kv. Unnar.