Reglur:

Double shoot er ekki leyft. - Brot varðar 5 rounda sviptingu og leikmaður fær gula spjaldið.

Bannað að picka upp sniper og eða shotgun.- Brot varðar 5 rounda sviptingu og leikmaður fær gula spjaldið.

Bannað að svindla. - Brot varðar allt að barsmíðum, en byrjað verður á því að lið sem gerist brotlegt verður rekið úr keppni.

Munið að recorda. - Brot varðar tapi á leik sem að ef atvik kemur upp um að aðili virðist grunsamlegur og lið kvartar og vill láta skoða demo. Og grunsamlegi aðilinn recordaði ekki tapar liðið leiknum.

Í overtime skal spilað þrjú round í hvoru liði.

Ef leikmaður dettur út skal leikur vera stoppaður nema liðið sem missti manninn vilji halda leik áfram.

Öll ókurteysi og leiðindi munu verða litið mjög illum augum. Bæði við Admina og aðra spilara. – Brot varðar 5 rounda sviptingu og leikmaður fær gula spjaldið.

(ég býst við að tapa mörgum roundum útaf þessarri reglu.)

Svo skal taka hér fram að allt sem má ekki gera á simnet, má auðvitað ekki gera á þessu móti heldur. – Brota ákvörðun fer eftir broti. (lol)

Æji hendi þessu reglum svosem inn svona for “formality” annars er þetta býsna plain allt sem er bannað má ekki og allt sem má má.

Við erum búnir að ákvarða liðafjölda við tólf lið, og munum hafa tvo riðla og 4 lið munu komast upp. Mjög einfalt. Sigur gefur þrjú stig, Jafntefli eitt stig og tap ekkert stig.

Svo munu eins og fyrr sagði 4 lið komast upp úr hvorum riðli fyrir sig, og eins og gefur að skilja munu það verða þau fjögur lið sem enda með bestu scoretöluna eftir riðlakeppni. Svo mun hefjast átta liða úrslit, þar munu takast á annars vegar þriðja og fyrsta sæti úr hvor riðlinum fyrir sig. Semsagt riðill A: 1. sæti við 3. sæti í riðil B. Og öfugt. Og svo annað sæti vs. Fjórða sæti.

Riðlakeppnin verður 28 des. Og skal byrja leika klukkan átta.

Útsláttarkeppni verður 29 des. Og skal byrja leika klukkan átta.


Jæja eins og þið sjáið, þá eru þetta tólf lið sem við miðuð við. 10 lið skráð eins og er, og tvö önnur búin að tilkynna en ekki staðfesta. En hvernig skal riðlakeppni háttað með svo mörgum liðum á einum degi.

ENDILEGA HJALPIÐ MER OG NOXA MEÐ ÞAÐ TAKK! ÉG ER OF ÞREYTTUR … sýnið stuðning samfélag svona hlutir gerast ekki af sjálfu sér og ef vitleysingar eins og við noxi erum að reyna að sjá um þetta er mjög óvíst að þetta gerist. ;)

Svo endilega hjálpið okkur með skipulag á leikjum endilega takk.