Fyrr í kvöld fór fram svokallað “daycup”. Sem einfaldlega þýðir “einsdagskeppni” og fer hún fram að keppnin er byrjuð á ákveðnum degi og klárað á sama degi.
Dedication stóðu fyrir þessarri keppni og er þetta í annað skiptið sem svo er gert, bæði skiptin farið að mér var sagt mjög vel fram. Ætla henda upp hérna úrslitum og eitthvað, get því miður ekki komið með mikið report þar sem ég sjálfur var í bíó (fokkin nördar!! Djók loll..).

Hendi hér upp lokastöðu:


lið Sigur Jafntefli Tap Stig Rounds

dedication 7 0 0 14 95
mta 6 0 1 12 113
uom 5 0 2 10 78
excellence 4 0 3 8 77
tonic 2 0 5 4 65
sexypower 2 0 5 4 56
tyre 2 1 5 4 37
heat 1 1 5 3 49

Þetta kemur hundleiðinlega út hérna á huga svo ég skal linka á þetta líka, en hafði þetta hér þar sem ég veit ekki hversu lengi þeir munu hafa stöðuna uppi: http://team-dedication.net/daycup_ridlar.php

Ég ákvað að taka tvo leikmenn sem ég í fyrsta lagi vissu að væru vakandi, og í öðru lagi sem ég gat haft samband við á tali og tékka hvað þeim fannst um keppnina.

Byrjum á Oddi, leikmanni Dedication (chii). Hans lið vann í kvöld og var hann 1/6 parturinn af þeim sigri klárlega.

Hvernig fannst þér keppnin ?

Awesome.

Hverjir voru svo að koma mest á óvart í kvöld ?

pest og slayer.

En hvaða lið ?

Tonic.

Ég þakkaði honum fyrir og hann fór á klósettið.

Því næst kíkti ég á irc, sá að corvus lét heyra í sér svo ég ákvað að taka hann á PM.

Jæja, til hamingju með góðann árángur, þriðja sæti er alls ekki slæmt. Hvernig fannst þér keppnin ?

Takk mahr, þriðja sæti er slæmt en keppnin var góð

Hehe, reyndi að vera góður við þig. Hvað kom þér mest á óvart í kvöld ?

Hmm eiginlega grenan á odds stað í dawnville hjá drez og hvað ég er ennþá góður í cod

Ok. hvað finnst þér um daycup keppnirnar. Eru þessar keppnir að gera sig ?

Algjörlega, væri ennþá skemmtilegri ef að sumir fucktards myndu ekki taka henni svona alvarlega og hugsa meira um skemmtunina

Hrafn þú veist að þannig verður það aldrei, við erum nú flest allir aðeins mennskir. En annars höfum þetta stutt og laggott eitthvað sem þú vilt segja ?

jesús kristur, bara þúst gg dedi og gg daycup og eitthvað .. shoutcast til bjarna

Hann sagði svo eftir viðtalið “sleppum þessu með Bjarna” þar sem Bjarni var að dissa hann á #cod.is

Þá sá ég commentin frá Bjarna á #cod.is svo ég ákvað að taka hann í viðtal, þar sem þar var greinilega annar vakandi keppandi.

Hvað segir kallinn, sveittur eftir langt kvöld í cod, var gaman ?

Ég er góður sko, þetta var mjög gaman. Ekki jafn gaman og fyrsta mótið þó, mikil leikmannavandræði hjá okkur í uoM.

Já, sorry að ég þurfti að fara í bíó vona að ég hafi ekki valdið of miklum vandræðum, HAHA. Anyhow. hvernig finnst þér mórallinn á mótum sem og þessu ?

Mér fannst stemningin bara góð hvað varðar hin liðin. Hjá okkur var þetta svona upp og niður. Stundum voru allir alveg kolklikkaðir, berjandi í borð, kasta glösum í veggi og svona. En svo í sumum leikjum voru allir hlæjandi og svona. Þetta var magnað.

Þú ert náttúrulega með mönnum eins og Hrafni í liði svo atvik eins og glasakast og barsmíðar á borðum eru alls ekki óvænt. Hvernig fannst þér Dedication svo standa að málum í kvöld ?

Hrafn er náttúrlega klikkaður gaukur. Miðað við hvernig mta byrjuðu þetta mót þá reiknaði ég með því að þeir myndu gjörsamlega valtra yfir Dedication. Dedication eru nú samt með margar kempur eins og Bippa, Odd og svona og auðvitað má ég ekki gleyma sætabrauðinu honum Arnari Weasel. En ég verð nú að viðurkenna að ég var glaður þegar ég sá úrslitin á Dedication irc rásinni.

Hrafn er klikkaður gaukur er örruglega ein sú mesta og kaldhæðnislega þversögn sem ég hef heyrt, en ég veit hvað þú meinar. En það er alltaf jafn gaman, þegar þessi tilfinning kemur og maður áttar sig á því að maður var misskilinn. En þú komst með gott comment sem ég mun ekki stroka út en það sem ég ætlaði að fá svar við, var hvernig þér fyndist dedi standa að keppninni. Svo ég spyr ?

Haha já þú meinar það. Mér fannst þetta frábært framtak hjá Dedication og ég vona svo innilega að þeir haldi fleiri svona mót! Þetta er ekkert nema gott fyrir þetta samfélag. Sérstaklega þegar það er ekki stærra en það er í dag. (varstu ekki að leita af þessu?)

Hehe, jú og takk. En förum að slútta þessu, veit þetta er mjög ófagmannlegt af mér en ég þarf nú að vakna kl. sex í vinnu og ef ég ætla að spila cod í þrjá tíma þá fæ ég alveg klukkutíma svefn. Svo ég spyr bara að lokum, eitthvað sem þú vilt segja ?

Þessi viðtöl eru mögnuð! Vill sjá meira af þessu :) og p.s Binni Konev ownar.

Ég þakkaði pent fyrir mig með tölvukossi :* og hélt mína leið, fór reyndar ekki lengra en á huga til að setja þessa grein inn.

Takk fyrir mig

Unnar.

P.S. Veit að það er erfitt og mjög ógeðslega pirrandi að lesa viðtöl á netinu þegar spurningarnar eru ekki boldaðar, en það bara virðist ekki vera hægt að bolda í þessu dæmi svo þið verðið að lifa með því eins og ég fyrirfram takk ;*