Eins og þeir sem fylgst hafa með, hafa tekið eftir er fyrrverandi landliðsfyrirliði okkar Íslendinga í COD2 hættur störfum. Elvar (Mephz) var valinn sem landliðsfyrirliði af okkar dyggu spilurum. Því var mótmælt, það var gagnrýnt hann fyrir að hafa spilað of stutt og hann var talinn ekki vita nóg um leikinn til að geta séð um þetta. En þegar allt kom til alls sáu menn að hann var eini hæfi kandídátinn í þetta virðingarverða starf.
Hann átti erfitt starf fyrir höndum, kannski einstaklega erfitt þar sem hann spilaði ekki COD1, endurtek – kannski. Breytti því samt ekki að hann tók þetta að sér og byrjaði á því að henda upp tíu manna hóp sem hann mundi svo stjórna, og reyna að samhæfa til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar í COD2 kappleikjum.

Hópurinn leit svona út:

Fanatic (dedication)
J1h (dedication)
sussi (dedication)
weasel (dedication)
smuffy (mta)
allstar (mta)
drezi (mta)
Corvus (uom)

Frábær hópur leikreynda leikmanna sem áttu þennan heiður vel skilið. En því miður þá drógu Fanatic og J1h sig úr hópnum. Þá átti verzlings Elvar erfitt verk fyrir höndum að fylla upp i þetta skarð tveggja frábærra leikmanna, og það var hans næsta verk einfaldlega en þá gerðist sá dramatíski atburður sem varð kveikjan að þessarri grein hjá mér.
Mta mennirnir þrír drezi, allstar og smuffy drógu sig úr landliðshópnum vegna ósættis. Og þar með sá Elvar ekki ástæðu til að reyna þetta lengur svo hann gaf starfi sínu lausu. En hver var ástæðan fyrir afsögn mta manna og við hverja deildu þeir svo harkalega og útaf hverju að þeir skuli gefa upp á bátinn jafn virðingarvert hlutverk og að spila fyrir hönd þjóðarinnar ?
Ég ætla mér að reyna að finna það út með að hunta svör.

Ég tók Elvar á talinu og spurði hann út í ástæðuna.

Hver er statusinn á landsliðinu ?

Ég er nú hættur með það, en statusinn var slæmur það voru svona 4 eftir af liðinu sem eg valdi i byrjun.

Hvað varð til þess að þetta fór allt svona í háaloft ?

Ég veit ekki jafn mikið um ástæðuna og t.d. mta mennirnir sjálfir.

Því miður kemur fyrir að það er oft fátt um svör þegar stórt er spurt.

Næsta skref í þessu skemmtilega rannsóknarmáli mínu var að tékka á hvort mta menn lægu á einhverjum svörum, og þar sem drezi var eini sem svaraði mér þá tók ég hann því næst á tal.

Varstu spenntur að spila með landsliðinu ?
Alltaf spennandi að spila fyrir .is

Og hvernig fannst þér hópurinn ?

Ágætur hópur svosem, ekki samt sá hópur sem ég hefði valið.

Ok sanngjarnt, einhverjir sérstakir sem þú hefðir ekki valið sem voru í hópnum ?

Langar nú helst ekki að vera að nefna nein nöfn.

Ok, tek ekkert illa í það, en geturru gefið mér ástæðu fyrir afhverju þú og félagar þínir í mta drógu sig úr hópnum ?

Höddi er óléttur eftir að Weasel og Corvus króuðu hann af um verzló og robbi er að flytja til suður-afríku.

Hahaha, ok spicy enough, sannleikann núna ?

Misstum bara allan áhuga að spila með þessum aðilum í .is.

Þegar þú segir “þessum aðilum” ertu þá að meina að það hafi verið einhverjar deilur ykkar á milli þarna ?

Bara hvernig er komið fram við okkur og svo hafa alltaf verið leiðindi milli corvus og okkar.

Komið fram við ykkur, ertu þá að tala um atvikið sem átti sér stað á #codpicuk.is rásinni hér fyrir stuttu, sem margir vilja meina að sé ástæðan fyrir að þið dróguð ykkur úr liðinu, er það ástæðan ?

Bara komið fram við okkur almennt og já þetta atvik bætti ekki ástandið.

Aldeilis áhugavert, og til að vinna frekar úr þessum upplýsingum ákvað ég að reyna að ná tali af Hrafni (corvus).

Til í að útskýra fyrir mér hvað gerðist á codpickup.is ?

já, ég kom samt minnst nálægt þessu var bannaður allan tímann

En menn vilja kenna þér á vissann hátt um að mta drógu sig út úr landsliðinu ?

Jájá það er örugglega mér að kenna, held að ég hafi sjaldan skitið jafnmikið yfir einn mann

Hvern skeystu þá yfir ?

Bara skot hér og þar, hann er cocky mafaka.

Og við erum að tala um ?

Mta

Erm, skemmtilegt hvernig þú hoppar þarna á óskiljanlega hátt þá í eintölu, gætiru verið nákvæmari ?

Jájá ég er hress.



Ehh.. já, þannig fór um sjóferð þá. Við vitum þá allavega að það var ekki við Elvar að sakast að minnsta kosti… æj fokkit við vitum ekki shit nema drezi er fúll út í Hrafn og Hrafn vill meina að mta sé einn cocky mafaka.

Svo staðan á landsliðinu er að ég best veit atm svona:

• 4 leikmenn enn með frá upphaflega hópnum.
• Enginn fyrirliði.
• Flest allir bestu leikmenn landsins eru ekki í hópnum.
• Basicly þáttaka í NC er ekki að fara að gerast atm.


Drasl, misheppnuð tilraun til að komast í botn á dramatískri atburðarás, maður kemst aldrei almennilega í botninn á dramatískum atburðarásum. En núna þegar staða landliðsfyrirliða er laus er einhver sem treystir sér í að taka við því og setja þennan brothætta viðkvæma og kvenlega vasa saman.

Takk fyrir lesturinn.

Kveðja Unnar.