FG-42 Þessi mynd (efri stærri myndin) er af FG-42 (FallschirmjagerGewehr 42 eða fallhlífaliðabyssa 42) eins og hún birtist í CoD nema bara kíkjis laus. Þetta mun vera seinni gerðin af FG-42 sem var framleidd frá árinu 1944. Hún var hugsuð, samkvæmt skipun Luftwaffe, til þess að fallhlífaliðar gætu allir verið með eina byssu, þ.e.a.s. að koma í staðin fyrir veljulegu fallhlífaliðavopnin sem voru K98, MP-40 og MG-34. til þess að geta komið í staðin fyrir bæði riffil, létta- og þunga vélbyssu þurfti hún að vera með stórum skotum (7,92x57 eins og á K98 og MG-34), löngu hlaupi og skjóta hratt (600 skotum á mín, 900 á fyrri gerðini). Fyrstu (neðri og minni myndin) gerðina var byrjað að framleiða árið 1942, hún var þá of dýr og voru þessvegna aðeins framleidd 2000 eintök og í byrjum ársins ´44 var hún endurhönnuð og framleidd þá í aðeins 5000 eintökum. Af þeim sökum mun hún ekki hafa haft mikil áhrif á stríðið. En hún mun hinsvegar hafa haft á bein áhrif á hönnun bandarísku M60.
Tæknilegar upplýsingar:
FG-42 var 106 cm (93,7 á fyrri gerð) löng og var hlaupið þar af 52,5cm (50,8 á fyrri gerð)og vó 5,05 kg(fyrri gerðin 4,38). Hún notaði kúlur af stærðinni 7,92x57mm og skaut 600 skotum á mín.(900 á fyrri gerðinni), skothylkin rúmuðu ýmist 10 eða 20 skotum.