Jæjah le gourmé jólamóti lokið, ég hef ekki skellt inn korki útaf prófum en sá desperate ákall Braga í kork og gat ekki brugðist honum vini mínum.

Þetta mót var ótrúlega vel heppnað og má segja að þrátt fyrir að cod samfélagið sé í dvala, þá hefur umgjörð með móti sjaldan verið betri og Krizzi alveg að toppa allt þar sem er glæsilegt.

Þegar ég skoðaði lineups fyrst þá taldi ég þetta verða þriggja liða mót, það var allaveganna mitt markmið. Persónulega bjóst ég vil sigri DreaM og taldi að activenessið (þó það sé takmarkað er það 100x meira en okkar) þeirra myndi skila sér í sigri á okkur eða Geared í úrslitum. En markmiðið mitt persónulega var einfaldlega að koma sjá og enda top 3, því ég vildi persónulega halda því “spotti” þrátt fyrir að spila leikinn ekki. Þessi spá átti eftir að breytast þegar Geared menn urðu of uppteknir til að spila mótið og Geared varð ZrzlyGearedBznz - þá var alltaf ljóst hverjir voru að fara að vinna, markmiðið varð að gefa DreaM run for their money og ná samt top 3.

Ljóst var eftir byrjunina hjá okkur persónulega í riðlinum, að það var langt síðan menn höfðu gripið almennilega í músina, menn voru ansi mis rusty og í ljós kom að við vorum ómeðvitað að vanmeta menn. 12-7 varð 12-12 og 12-10 leikur sem við vorum skrefinu á undan í varð að 12-12, annað sæti í riðlinum staðreynd, og Geared beið okkar í undanúrslitum.

Í þeim leik var engin heppni að fara að bæta upp fyrir rusty-nessið. Sama hvaða liðsmun við vorum yfir, við vorum ekki að fara að vinna roundin og ég held að leikurinn hafi endað 13-5, sem var að mínu mati enganvegin lýsandi fyrir það hvernig roundin voru að fara, leikurinn hefði getað verið talsvert tæpari. En at the end of the day þá var zrz bara sterkara lið og þeir voru alltaf að fara að taka þennan leik, jafnvel með sitt rustyness, enda eru þetta kempur í zrz sem standa á ákveðnum stalli sem erfitt er að velta þeim af, allaveganna meðan bæði lið eru inactive.

Þá var það lower bracketið, DreaM sem hafði verið vonbrigði út allt mótið, lagðist í grasið og tapaði gegn okkur nokkuð auðveldlega. Ég orða þetta svona vegna þess að ég vil meina að við höfum því miður ekki spilað það vel að vinna, ég vil bara meina að þeir hafi ákveðið að spila langt undir getu sem var miður, ég hefði viljað legendary leik.

Eftir frækinn sigur gegn þeim var ljóst að markmiðinu væri náð, top 3 tryggt og easy leikur gegn Perfect eftir til að fá shot á revenge gegn ZrzlyGeared. Perfect hafði að mínu mati sloppið nokkuð lucky frá jafntefli við okkur í riðlunum og ég hafði engar áhyggjur af þeim í citystreets, enda var staðan 5-5 og við í attack…reyndar klúðruðum við svo roundi, þannig við náðum ekki að gera það 6-6 en 7-5 tap í attack á alltaf að verða að sigri. En ekki þennan dag. Þeir spiluðu ljónhart, við náðum aldrei að komast framúr þeim, ef við jöfnuðum, unnu þeir næsta round og þeir áttu frábærann leik. Hlutirnir duttu ekki alveg með okkur í honum en stundum er það bara ekki afsökun, hlutirnir duttu nefnilega heldur ekki alltaf með þeim þegar þeir voru í defence.

Mikil vonbrigði að enda uppi með 13-11 tap í leiknum, en well deserved hjá Perfect sem voru sputnik lið mótsins.

Ég veit svo ekki hvernig úrslitaleikurinn fór, en ég giska á að zrz hafi tekið upp stærri gerðina af dildo-um fyrir þann leik ef menn skilja hvað ég er að segja.


1. ZrzGears (Geared tók riðilinn, zrz tók bracketið, góð skipting milli mixins)
2. Perfect (Fínustu peyjar - Sputnik lið mótsins þó mitt prediction sé að á næsta móti muni þeir ekki halda þessu sæti sínu því ekkert sputnik lið utan “þriggja stærri” hefur haldið sputnik placementi í 2 mótum í röð, en það á eftir að koma í ljós, for now, bjartasta vonin!)
3. Reload (nuff said alrdy)
4. DreaM (Stendur í baráttunni við Perfect um núverandi besta active lið landsins, þrátt fyrir 4th place finish verð ég að segja að þeir eru það nú líklega, voru langt undir getu.)
5-8. :D


Þakka Krizza fyrir gott mót, Braga og félögum óska ég til hamingju með sigurinn - og vona að restin eigi gott ár 2012 :D

L8