Góðan og glansandi daginn kæru codfélagar.

Þar sem ég kíki nú hér inn á /cod daglega (ca 3-5 sinnum á dag) og sé aldrei neitt, hef ég ákveðið að gera hér smá forvitnisþráð.
Þannig er mál með vexti að nú hefur samfélagið verið í djúpum dásvefni sumars, en sökum þess að hin vanafasta rútína haustsins er kominn til þess að klófesta okkur með sínum heljargreipum, myndast hjá mörgum hverjum ákveðin eyða í daglegu lífi. Sumir reyna að fylla í þessa eyðu með dópi og innbrotum, aðrir með því að brynna fola sínum óspart í keldur ungmeyja, en síðan eru það hinir sem vilja frekar dúsa sveittir fyrir framan tölvuskjáinn og borða ostepop upp úr úldnum sokk.
Svo ég fari nú að koma mér að efninu er mér spurn hvaða lið/menn ætli að dunda sér í cod fram eftir hausti. Með þessum þræði er því ætlunin að sjá hvort það verði hér til “samfélag” í haust.

Ég ætla að nota tækifærið og benda á að lið mitt Team Superior (nei ekki splendid lengur :) ) mun koma aftur til starfa þann 4.september næstkomandi. Lineup verður að ég held að mestu leiti hið sama og undanfarið ár.

Síðan eru nú nýjir leikir væntanlegir, t.d BF3, MW3 og CS:GO, ætlum við að gefa þessum leikjum séns? Endilega komið með ykkar pælingar. Persónulega ef BF3 eða MW3 verða svakalega flottir og keppnishæfir mun það eflaust skapa íslenskt samfélag,og væri ég alveg til í að skipta yfir í annan þeirra svona til þess að vera partur af stóru samfélagi aftur. Án þess að ég viti neitt um t.d BF3, væri ég alveg til í að scrimma t.d 15v15 með einstaklingum sem hefðu verið í Dedication/Ecco/Adios/Adore/Nevermind/Fysgin (já er bara að koma með dæmi um lið…eina sem ég er að reyna að koma á framfæri að það væri t.d gaman að spila með CODspilurum sem ég hefði spilað með/á móti í gegnum tíðina, í nýjum leik með nýjum tækifærum, liðum, andlitum.)

Spurning:

1)ætlar þú eða liðið þitt að spila í haust?
2)Hvað finnst þér um þessa nýju leiki? Myndir þú fylgja samfélaginu t.d yfir í BF3 ef hann ownar og alla langar til að spila hann.

Ég er ekkert að segja að við þurfum að drepa codsamfélagið á Íslandi, ég er bara að reyna að koma af stað málefnalegri umræðu um framtíð þessa litla samfélags sem flestir eru LÖNGU búnir að snúa baki við. Ég er að koma aftur, Ég verð hér enn um stund, ég vill sjá samfélag og Ég ER AÐ BJÓÐA ÞÉR AÐ VERA MEÐ! :D

P.S Þakkir til liðsfélaga minna fyrir að vilja vera partur af liðinu enn einu sinni ;*
LoL Nordic&East = Múmínsnáðinn.....EU West = Bisamrottan....Cod = JosepH.....BF3=SuperiorJosepH