Breytt dagsetning og ný staðsetning
Við höfum ákveðið að breyta um dagsetningu á mótinu vegna ástæðna sem við ráðum ekki við.Ný dagsetning verður viku fyrr en ætlað, 28. - 30. janúar.

Okkur þykir það afar leitt ef þetta hamlar einhverjum liðum á að mæta.


Við lentum í því óhappi að húsnæðið sem við ætluðum að vera í er komið í útleigu en mótið hefur aldrei forgang á leigu þar sem við erum aðeins með skammtímaleigu.

Við höfum lagt mikið á okkur að reyna finna annað húsnæði sem hentar okkur á svona stuttum fyrirvara og það tókst en því miður þá er það aðeins laust þessa einu helgi, þ.e. 28. - 30. janúar.


Við vonum að þetta trufli ekki of marga og við hvetjum öll lið til þess að mæta því þetta verður flottasta mót okkar til þessa.


Ný staðsetning verður að Ármúla 7, í einstaklega flottu húsnæði._

Ef liðið þitt kemst ekki vegna þessara breytinga þá væri gott að láta okkur vita með því að senda okkur póst á Gamer@Gamer.is


vona pínu að nokkur lið í cs detta út og við komum inn :$:$

og kannski komast fleiri codarar nuna :$:$ ?? hveer veit kannski fækkum við een annars sjáumst á gamer strákar (eef það verður fyrir cod)Bætt við 12. janúar 2011 - 01:57
OG PLÚÚÚS það að þetta húsnæði er stærra ….. meiri líkur þá að við komumst inn right :D ???
Róbert Marwin Gunnarsson