Ég spila ekki mikið tölvuleiki.
Ég fór nokkrum sinnum í GTA, átti playstation 2 og spilaði aðeins Star Wars Battlefront, en var ekkert mikið í þessu að ráði.

Vinur minn var að kaupa sér black ops í ELKO þegar það opnaði klukkan 9 og við fórum heim til hans að spila hann.
Ég hafði bara aðeins prófað COD MW og MW2 í PC hjá vini mínum.

En þegar ég prófaði Black Ops í multiplayer í PS3 á risastórum skjá, þá gerðist eitthvað innra með mér og ég fann að þetta væri leikur sem mig langaði að spila mikið af.

Í eiginlega fyrsta skiptið sem ég prófaði hann náði ég 5 kills og hafði þá voðalega litla reynslu af þessu.
En í dag þá náði ég 5 kills án þess að deyja og alveg 15 kills í heildina.
Ég hef aldrei misst mig yfir neinu, ekki fótboltaleikum, tölvuleikjum eða neinu.
En ég missti mig í þessum leik. Sogaðist inní hann.

Takk Call of Duty fyrir að gefa mér áhugamál sem ég finn fyrir eldmóði þegar ég stunda og vill bæta mig um 1 kill í hvert sinn og verða alltaf betri og betri.

Ég hugsa að ég kaupi mér PS3 bara fyrir þennan leik og ætla þá kannski að byrja að spila COD MW2 líka og prófa Battlefield Bad Company.

Það er samt smá pæling að hætta í skóla, eyða öllum peningunum sem ég var búinn að safna fyrir bíl í
PS3, 60 tommuflatskjá, góðan leikjastól og Black Ops að sjálfsögðu

En ég myn líklega ekki gera það

Bætt við 13. nóvember 2010 - 03:29
Ég er að hugsa um að kaupa mér PS3 bara fyrir þenna leik(til að byrja með) svo myndi ég kannski byrja að spila einhverja aðra leiki