Heilir og sælir codspilarar


Jú mikið rétt eins og titillinn segir, þá er ég farinn að codast aftur eftir laaaangt sumarfrí. Hef verið að taka þó nokkur scrimmin undanfarna daga, og Codið kikkaði inn eins og basískt eitur úr sprautu.

Nú er ég að leita að einstaklingum til þess að forma með mér nýtt lið, eða eftir plássi í liði. Ég kann að planta á B í Citystreets, A í Backlot, og hef tekið 1v5 á móti Reason Gaming en hef einnig afrekað það að vera með 0-11 í score á móti 1100 stiga cb liði (mitt spil fer einfaldlega eftir team morale, og því hvort að ég er á túr, sökka bara eða hef fengið að éta á síðastliðnum 12 klst).

Flestir vita eflaust hver ég er, en ég hef þó að undanförnu verið að spila með og á móti íslenskum playerum sem ég veit 0 um, og sumir þeirra hafa komið mér á óvart.

Ég er í fullu háskólanámi, þannig að ég er ekkert að taka 3 scrimm að meðaltali á dag, en sökum þess að ég á mér takmarkað líf, ætti ég að geta pullað að meðaltali 1 leik á dag (fleiri ef liðið er superawesome, og spilið þétt og fallegt, eins og nýútsprungið blómahaf).

Ég spila bara þær stöður sem ég er beðinn um að spila, en þegar ég er með eigið lið, þá raða ég yfirleitt niður í þær stöður sjálfur(tek samt mark á hvað menn eru vanir að gera.)

Ef ég stofna lið aftur mun það ekki bera Superior taggið, nema ég hafi allavega 4 leikmenn í lineup sem hafa verið í Superior áður…


Ef þið hafið áhuga á að endurvekja Superior/spila í nýju liði sem ég myndi stofna/bæta við í ykkar lið.. gefið mér þá pm á xfire.Xfire mitt er = joseph102
LoL Nordic&East = Múmínsnáðinn.....EU West = Bisamrottan....Cod = JosepH.....BF3=SuperiorJosepH