Sælir. Þegar ég kveiki á COD4 virkar músin ekki, ég get hreyft hana en ekki klikkað á neitt. Í stað þess að það komi þessi COD4 bendill (http://img84.imageshack.us/img84/5263/msvenjuleg.png) í stað venjulega hvíta bendilsins kemur þessi hvíti. Ef ég kemst inná server get ég ekki gert neitt með músinni en hvíti bendillinn er enná inná skjánum. Ég get notað lyklaborðið og látið hermanninn labba og kastað flashi og hlaupið en ekki snúið mér eða skotið með músinni. Þetta er bara svona í cod4, ekki í neinum öðrum leik. Ég held að það skipti ekki miklu máli en ég nota Logitech MX518 mús.

Er málið bara að reinstalla leiknum? Vil frekar vita hvort þið hafið ráð áður en ég fer í það vesen.