Sælir notendur /cod.

Hér talar gamall CS-ari sem þekkir þennan “competitive gaming” heim vel og það skaplyndi og ærumeiðingar sem honum fylgja. Ef þið hafið einhverntímann heyrt um MurK/Hate/Nef/CCP/(o.s.frv.) Preacher, þá vitið þið hvað ég er að tala um þegar ég segist þekkja þennan heim :)

Ég ætla samt að láta ykkur vita að augu mín eru að dragast að þessu áhugamáli í æ meira magni vegna þeirrar umræðu að hér séu málin að fara úr böndunum er kemur að ærumeiðingum og almennum leiðindum í garð náungans. Ég veit að þið hafið eflaust mjög mismunandi skoðanir á þessu máli, en þarf ég ekki - og kæri mig ekki um að vita þær. Ég vinn út frá nokkuð einfaldri stefnu (en flókinni þó í smáatriðum sínum): Ærumeiðing eða önnur leiðindi = ávítun = ávítun = bann.

Ég vil þó ekki taka “eldinn”, ef svo má segja, úr því sem samskipti í svona “competitive” heimi hafa í för með sér, enda mikill þáttur í skemmtuninni fyrir marga (þó margir sem þola það ekki einnig - en látum það liggja milli hluta í bili).

Gerið því eitt fyrir mig. Hjálpið mér að “horfa annað” með því að halda þessu innan skynsamlegra marka, því ef ég þarf að “líta hingað aftur” mun ég mun ég finna mér þörf að gera það af hörku, og það viljum við ekki, er það? ;)

Kveðja,
Ritstjóri
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard