Heilir og sælir codarar á þessum drottins degi.

Var að velta því fyrir mér hvernig væri með gamer liðin, hvort þau væru öll með 5 manns innanborðs?

Sé að svo er ekki hjá Newbs og þótti það miður. Er ekki hægt að redda 5th til þeirra?

Sá að Pnormal hafa orðið fyrir blóðtöku mikilli, því innan þess liðs er enginn Massacre lengur, því spyr ég ykkur Pnormal menn, eruð þið búnir að redda manni í stað Jakobs, eða verður þetta jafnvel keðjuverkun, sem þýðir að eitthvað annað lið verður bara skipað 4 eftir daginn í dag?

Einnig sá ég á fésbókinni að legendið Stellzje aka Dragon aka Stebbi aka Stelliano ætli ekki að mæta, sem myndi þá þýða að divine væru 4.

Þar sem stutt er í lan, og ég vill sjá þessi 12 lið mæta með lineup, þá skora ég á menn að fara STRAX í að redda mönnum ef þess þarf í þessi lið, því 12 liða lan mót er jú mikið skemmtilegra en 10 liða. Fleiri leikir og maður hittir fleiri einstaklinga


Væri bara til að fá að vita hverjir geta mætt og eru clanlausir, og hvaða lið vantar mann/menn. Við erum komnir með seeds og riðla, og það er enn tími til að lagfæra það sem skemmt hefur verið.

Með virðingu og vinsemd


Guðjón “JosepH” Magnússon

Bætt við 2. febrúar 2010 - 12:31
Já vildi bara posta þessu til að fá umræðu um þetta málefni, því það er skárra að það gerist á þriðjudegi heldur en daginn fyrir lan…sökum þess að ég veit að sumir codarar hugsa á við dverghest frá mongólíu.

Ef þið eruð að pæla í því núna hvernig hestar hugsi bendi ég á þennan link, þar sem hinn smart horse owner eins og hann kallar sig sjálfur,Brian Kenner útskýrir sósuna sem heili hests er. http://www.equismarts.com/BAKDH1Thinkinghorses.html
LoL Nordic&East = Múmínsnáðinn.....EU West = Bisamrottan....Cod = JosepH.....BF3=SuperiorJosepH