Ég tók mig til og senti símanum email með eftirspurn um 1-2 íslenska CoD4 leikjaþjóna, starfsmaður símans tók sér tíma og gaf mér góða ástæðu fyrir því að enginn server sé uppi, bréfið hljómar svona.


Blessaður Sigurður,

Sú vinna sem liggur í leikjaþjónum Símans (Skjálfti) er mest unnin út frá eldri grunni, nefnilega Quake og CS.

Flóran hefur breyst mikið frá ‘98 - ’99, þegar við byrjuðum að reka leikjaþjóna. Á meðan við rákum leikjamótin þá reyndum við að fylgja áhuga manna, meðal annars með Call of Duty, Enemy Territory, Battlefield, ofl. Hinsvegar hefur áherslan síðustu ár breyst svolítið og nú eru leikjaþjónarnir að mestu keyrðir á status quo, þeas við erum ekki að breyta miklu. Við erum semsagt ekki að segja að einn leikur sé vinsælli en hinir, við erum einfaldlega ekki að leita aktívt að nýjum þjónum, þar sem það kallar á fjárfestingar í vélbúnaði og svo vinnu við að reka viðkomandi þjóna

Við reynum að sjálfsögðu að fylgjast með því sem er að gerast og reynum að hýsa leiki sem er áhugi fyrir, en eins og ástandið er í dag þá erum við ekki að gera ráð fyrir miklum nýjum fjárfestingum.