Sælir COD unnendur í dag Föstudaginn 8 maí 2009 er stór frétt úr COD samfélaginu. Team-Superiour hefur ákveðið að taka tilboði frá Skandinavíska multigaming liðinu SCUBA og gerast COD4 lið þeirra. SCUBA er gamallt finnsk 1.6 lið sem ákvað á dögunum að taka inn 1.6 íslenskt lið og gerði mig Jolla að manager til að finna fleiri íslensk lið fyrir þá. Strax datt mér í hug COD liðið Superiour þar sem ég hef áður átt samskipti við þá.. Þannig já smá viðtal hér við leader þeirra Joseph:

Jolli: Sæll Joseph ertu til að kynna þig fyrir þeim sem þekkja þig ekki.

Superior.JosepH: Guðjón Örn Magnússon heiti ég og er 24 ára codspilari frá Hornafirði, hef spilað cod núna í 3 ár og þar af um 2 ár sem leader í liðinu Team Superior, sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt í þessu samfélagi.

Jolli: Nú í dag er það komið á hreint að þið séuð farnir að spila fyrir leikjaliðið SCUBA, hver var aðal ástæðan að þið tókuð því boði ?

Superior.JosepH: Jolli hafði samband við okkur og bauð okkur að taka þátt í þessu skemmtilega liði, þegar ég vissi að mjög gott íslenskt cs lið væri komið þarna inn ákvað ég bara að slá til, enda höfum við engu að tapa :)

Jolli: Hvernig er roster hjá ykkur og hver er ykkar aðal styrkur í spilun?

Superior.JosepH: Okkar aðalstyrkur er sá að ég hef spilað með sumum af þessum strákum núna í rúm 3 ár og hópurinn þessvegna mjög þéttur, 3 í liðinu eru Hornfirðingar þannig að við þekkjumst flestir vel fyrir utan tölvuskjáinn :) síðan erum við með besta sniper íslands í liðinu. Knudsen.
Roster: JosepH(ég), Knudsen,Hkz,Burger,Ingvar,Nemesiz,Snoozen ,
þessa spilara ættu flestir í samfélaginu að þekkja, enda búnir að spila cod4 frá upphafi.

Jolli: Svo sést að þið eruð á leiðinni á gamer.is lan, hvert er markmmið ykkar ?

Superior.JosepH: markmið okkar er að fara í úrslitaleik, eins og við náðum að pulla á síðasta lani sem var kísildalur í fyrra.

Jolli: Ég vil þá bara þakka þér fyrir viðtalið, viltu segja eitthva að lokum til allra sem lesa þetta viðtal :D ?

Superior.JosepH: Cu@lan eigum þar skemmtilega stund saman og no fleim :) þarf að fara núna það er verið að bíða eftir mér í cb leik.

Herru ég vil þakka Guðjóni fyrir spjallið og eins og sést er hann spenntur fyrir laninu og samstarfinu við okkur í SCUBA. En já segji þá sama og Guðjón CU@LAN :)





Bætt við 8. maí 2009 - 23:43
http://www.team-scuba.urli.fi/
geaRed 4 ever.