Jæja þá eru riðlarnir búnir og ég ætla að skella hér léttri umfjöllun um hvernig þeir fóru, hvað var óvænt og hvað ekki.

Ég fékk mikla gagnrýni á mig fyrir riðlana, en lítum nú aðeins á þetta:

Riðill 1:

Nvm kláraði þann riðil nokkuð örugglega og þrátt fyrir 1 leik sem endaði 11-9 þá var sigur þeirra í riðlinum aldrei í hættu því þeir tóku geared up og reload örugglega.
Afturámóti þá voru 4 sterk lið í þessum riðli, nvm, geared up, reload og filthy. Margir voru að gagnrýna mig fyrir að nvm og filthy væru einu góðu liðin en þeir hinir sömu fengu að éta orðin ofaní sig þegar riðillinn spilaðist. Það kom á daginn, eins og ég sagði, að geared up var feiknarsterkt, sem og reload og filthy. Baráttan um 2-4 sætið var mjög hörð og endaði hún þannig að 2 lið voru jöfn, Reload og Geared up, reload búið að vinna 3 leiki, 1 jafntefli og 1 tap og það sama uppá teningnum hjá geared up…liðin voru bæði með +19 round, EN geared up var með 50 round unnin og fékk 31 á sig meðan að reload var með 49 round unnin en fékk 30 á sig, það þíddi að Geared up fékk 2 sætið á fleiri roundum unnum.

Það kom einnig sterklega í ljós, allaveganna hvernig riðlarnir spiluðust að þrátt fyrir að það hafi verið talið ólíklegt fyrir var þetta erfiðari riðill.

Riðill 2, má segja að þetta hafi verið riðill vonbrigða. Fyrst má náttúrulega nefna það að Catalyst hafi lent í 3ja sæti vegna HREINS metnaðarleysis hjá leikmönnum liðsins. Orðið á götunni er að menn hafi frekar spilað WOW en að hjálpa liði sínu að halda reisn og ef satt reynist er það merki um metnaðarleysi og áhugaleysi, sem er aldrei gott. Það má segja að miðað við hvað þeir eiga að vera hafi þeir verið skítlélegir í gær, hreint út sagt. Ég tek þó hattinn ofan fyrir þeim Catalyst mönnum sem SPILUÐU, þeir virkilega reyndu sitt allra besta en að vera 3 úr catalyst með láner sem varla spilar leikinn, það er einfaldlega ekki hægt þegar þú ert í riðli með superior og Adios.

Allaveganna kom á daginn að þessi riðill innihélt bara 3 góð lið. Superior og Adios voru eins og við mátti búast FEIKNA sterk og kláruðu dæmið vel, Superior gerði einungis eitt jafntefli og endaði því í fyrsta sæti. Adios vann Catalyst en þurfti að lifa við tap gegn Superior.

Þá kom að hinu liðinu sem átti að vera feiknarsterkt í þessum riðli, pugið shine sem stóð enganvegin undir væntingum, enda duttu þeir út fyrir óreyndu spútníkliði keppninnar, SA, gratz til þeirra og verður gaman að mæta þeim á sunnudaginn.

Þannig þegar allt kemur til alls voru 4 sterk lið í öðrum riðlinum sem var feiknargóður og spenna allan tíman, sérstaklega um 2-4, á meðan að 3 elite lið voru í hinum og “böttluðu” um 1-3.

Persónulega hefði ég viljað sjá meira frá:

Catalyst, Shine og Filthy en á móti má segja að SA, Reload og Superior hafi á móti bara ownað og farið fram úr björtustu vonum.

Vonandi gengur allt vel á sunnudaginn og mega menn mæta hressir og vel stemmdir til leiks!

nevermind-gaming.snatch / snatch @ www.esports.is