Sælir Cod4 spilarar.

Vill taka það fram að ég er nú alger nýgræðingur í þessum leik.

En er búinn að spila hann í smá tíma þó.
Mig langar að vekja áhuga fólk á scrimmum.

Mér finnst alltof lítið um pickup scrim og að fólk vilji bara hanga á public serverum.
Veit ekki hver ástæðan er, hvort það sé að fólk finnst bara leiðinlegt að scrimma eða það þori því ekki.
Er ekki það magir sem koma úr cod1 og cod2 og vita hvað það er gaman að scrimma.
Sjálfur spilaði ég nú bara Aq í gamladaga og smá q3 og fannst ekkert smá gaman að keppa við önnur lið heldur en að hanga endalaust á public.

Ég held það væri tilvalið að reyna halda lítið jólamót núna eftir próf hjá flestum.
Held það þurfi ekki mikið til að koma því í gang, og ég skal glaður hjálpa mikið við það fyrir utan að redda serverum (sem ég gæti þó alveg gert held ég)
Eins og í korkinum hér fyrir neðan tala allir um vanþakklæti hjá mörgum í garð þeirra sem halda þessi mót, menn eiga bara líta framhjá þannig liði og hlusta á þá sem hafa gaman að þessu.

og endilega virkjum #codpickup.is og förum að scrimma meira!

Kv. Haukzz