Halló halló halló.

Ég er búin að vera tala við stjórn lanmótsins mikið og þeir hafa sagt að ef við náum 8 cod2 liðum til að skrá sig ætla þeir að redda vélum og verðlaunum fyrir cod2 keppni. Þannig nú er um að gera og auglýsa þetta mót eins mikið og hægt er til að sjá þetta verða að raunveruleika.

Mótið er haldið í Egilshöllinni helgina 1.-3.júní og kostar 3500kr inn á mótið.

Þetta er ekki haldið í aðal sal Egilshallarinnar en þó er þetta í 400 m2 rími (sem við munum ekki fullnýta) sem er held ég stærra en aðal salurinn í HK húsinu (þar sem Skjalfti var haldinn).

Húsið mun opna 13:00 á föstudeginum og loka 17:00 á sunnudeginum (gæti breyst eitthvað smávegis).

Einnig er hægt að vera í Klanleysu (mæta án liðs og spila ýmsa leiki).

Skráningarsíðuna er að finna hér www.lanmót.hax.is

Egilshöll sér um allar veitingar, og verður dominos með bás þarna og einnig verður sjoppan í Egilshöll opin.

Eins og er, er verið að velja milli cod2 eða Counter-Strike: Source. Flestir í stjórn vilja frekar cod2 en það er ekki hægt nema með góðri mætingu frá cod2 liðum. Svo, Allir að hvetja sín lið til að mæta!

Einnig er þetta tækifæri til að sýna hvað lið á íslandi í rauninni geta, og til að stækka kannski samfélagið þar sem fullt af manns eiga eftir að vera á þessu lani og kannski þá reyna að forvitnast um þennan blessaða leik.

Sjáumst sem flest, ef það eru einhverjar spurningar þá komiði á ircrásina #official.lanmót og spyrjið einhvern stjórnanda. Með von um góða mætingu.

Bætt við 9. maí 2007 - 21:06
http://lanmot.hax.is/ !!! Þetta er skráningarsíðan, má víst ekki vera www fyrir framan.