heyriði, mig langaði bara að lagfæra nokkrar staðreyndarvillur um lanið og segja aðeins frá því.

Lanið verður haldið þessa helgi í MA, fullt af stórum nöfnum úr cod heiminum meðal annars að mæta, einnig úr Action Quake og svona :)

Það verður mætt með tölvur milli 4-6 á morgun öll aðstaða sett upp, síðan verða pantaðar pizzur og Coke var svo fallegt að styrkja okkur með 4 KÖSSUM af sprite zero í dósum, já þeir eru sannarlega rausnarlegir, þannig að það verður allt flæðandi í gosi þessa helgina.

Innifalið í verðinu á lanið er:
Ljósleiðaratenging sem GunniB (sem hefur verið aðalmaðurinn í að hjálpa okkur fyrir þetta) sér um
Gos í lítratali og Pizzur bæði kvöldin, einnig er gist í skólanum, þannig að það eru engin vandræði með gistipláss

Þetta Lan hefur verið nú þegar haldið í 2 skipti á þessu skólaári, bæði skiptin höfum við Dabbi séð um þetta. Þetta stækkar og stækkar, það stefnir í að þetta lan núna um helgina verði stærst, þetta er samt allt mjög hógværar stærðir, COD samfélagið er ríkjandi á þessu lani, skiljanlegt þar sem að lang flestir þeirra sem mæta eða um 85% eru cod spilarar. Það er spennandi að stækka þetta og vonandi verður þetta næst enn stærra, svo jafnvel á endanum verði komin nokkur clön með full lineupp á lanið, hingað til höfum við bara náð að manna 2 lið á laninu.

Nokkrar hefðir hafa nú þegar skapast á laninu,
Quake mót
Cod mót milli liða
Taka erlent Onedaycup með sneddí lineuppi, ábyggilega skemmtilegustu leikir sem ég hef tekið síðan ég byrjaði í cod…

Lanið var auglýst undir þeim formerkjum að það væri 2,5k inn…Það kom smá uppá í fjárhagsplaninu, þannig að félagar í TölMA fá inn á 2500 kjéll, aðrir á 3500, EN ef það er nægur afgangur þá mun þeim sem borguðu 3500 kjéll vera greiddur til baka 500 kall, það fer 100% eftir mætingu :)

Mig langar að sjá fólk að sunnan koma á þetta í framtíðinni…ef það er áhugi fyrir því þá væri möguleiki að ég gæti dílað við vorn hæstvirtan skólastjóra um slíkt…

Ef einhverjir vilja afturámóti mæta á morgun, addið þá annaðhvort mér eða dabba á msn

Oli@myndarlegur.com
eða
dabbinn@gmail.com