Sælir…. eða sælar…

Það er aðfangadagur í dag, og mér fynnst eins og jólin voru í gær…

Jólin eru tíminn sem þið eigið að verja mikklum tíma með fjölskyldunni :)

Ég mæli með að við tökum okkur allir smá pásu á cod2 yfir hátíðirnar, þá er ég að tala um Aðfangadag (sem er í dag), jóladag og annan í jólum.

Eftir þessa daga þá mæli ég með að nýtt samfélag vakni…

samfélag sem er ekki að monnta sig útí hvort annað, samfélag sem getur scrimmað í sátt og samlyndi án þess að vera með kjaft útí hvort annan.

Gerum þetta fyrir okkur öll :)

Þetta eru einusinni tími friðar.

Hér með ætla ég að óska ykkur gleðileg jól og meiga þau verða þau allra bestu hjá ykkur og ykkar fjölskyldum :).

og hrafn ég er líka að segja þetta til þín :)

Verðum góð við hvort annað og tökum okkur smá pásu og komum svo sterk aftur í jólamótið sem annað Samfélag.

GLEÐILEG JÓL!