Enn einu DayCupinu er lokið. Það má með sanni segja að jafnvel þó að þetta sé ekki líflegasta samfélagið finnst mér alltaf jafn gaman af þessu og sýnir CoD2 samfélagið er sko alls ekki dautt.
Í þessu 3 DayCupi var ákveðið að spila Double Elimination (DBE) því var það talið mun skemmtilegra og betra fyrirkomulag af þeim sem hafa tekið þátt.
8 lið fengu að spila voru þau:

Serenity
ToniC
Heat
Limit
Dynamite
uoM
Dedication
Excellence

Endaði þetta svona:

7-8 = Limit og Dynamite
5-6 = Heat og ToniC
4 = Excellence
3 = Serenity
2 = uoM
1 = Dedication

http://www.team-dedication.net/daycup/brackets.php

Fyrir hönd Dedication manna þakka ég öllum þeim sem tóku þátt og þakka frábært mót. Þetta gekk vel og greinilegt að sjá að allir hafa lært vel síðan fyrsta DayCup var haldið. Ekkert vesen kom upp og gekk allt eins og smurt.
En oft sem ekki eru einhverjir ekki sáttir við e-ð og viljum við auðvita heyra þær raddir núna. Endilega segið okkur hvað þið voruð ósáttir við og rökstyðjið mál ykkar endilega. Við munum sjá hvað við getum gert fyrir næsta DayCup.

Hinsvegar vill ég einnig minna alla á að þegar við veljum hluti eins og maplista þá gerum við það random, það var það sem fólk bað um eftir fyrsta DayCup. Þeir vildu svona maplista nema bara breyta honum. Við getum valið á milli u.þ.b 11-12 korta og það er ekkert alltof stór fjöldi. Við reynum að taka þessi vinsælustu og þau sem að henta best í scrimmum og draga hvar þau lenda.
Einnig ef skal spila DBE þá þarf að hafa Lottery hvar liðin lenda. Núna drógu Robbi og Höddi í uoM og lenti þetta svona.
Við getum ekkert gert öllum til hæfis með maplista og hvar þeir lenda. Ég veit að t.d. Serenity eru ánægðir með þetta en Excellence voru ekki alveg sáttir við þennan lista. En við getum bara ekki alveg gert öllum til hæfis alltaf.

En enn og aftur fyrir hönd Dedication þökkum við fyrir okkur eftir þetta þriðja DayCup og vonumst eftir jafn miklum áhuga og þátttöku áfram.

Dedication Crew
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.