Þetta var frábært mót og ég held ég tali fyrir mest alla í cod heiminum þegar að ég þakka dedi mönnum fyrir þetta.

Mótið þróaðist ekki nákvæmlega eins og ég hafði búist við sem er bara skemmtilegra. Nokkur lið komu og sýndu hvað þau gátu og þetta mót getur gefið okkur svona aðeins hugmynd um það hvaða lið eru góð og hvaða lið eru það ekki, einnig hvað öll þessi nýju klön geta.

Liðin sem komu meira en önnur á óvart voru að mínu mati uoM, ég bjóst aldrei við að þeir myndu komast í úrslitaleikinn en svona er þetta, þeir virkilega sýndu að þeir eru ekki enn dauðir úr öllum æðum. Ecco, ég verð nú bara að viðurkenna að það var stórslys fyrir þá að tapa gegn Heat, með fullri virðingu fyrir mjög sterku Heat liði þá á pappírunum eru ecco menn sterkari.
Heat afturámóti stimplaði sig inn sem 4-5 besta lið landsins, með fræknum sigri á áðurnefndum Ecco og það verður gaman að sjá hvað þeir geta svo í framhaldinu.
Team Rocket, án efa eitt af liðum mótsins að mínu mati eru þeir án efa vel betri en Heat en svolítið lélegri en MTA og Dedi, samt held ég að á góðum degi geti Team Rocket unnið bæði þessi lið, þeir eru bara MJÖG MJÖG góðir, frábært lið. Greinilegt að það að vera real life vinir skilar sér.

Þá er komið að liðinu sem átti comeback ársins…Dedication, þeir eru liðið sem ég supporta, fyrirmynd í öllu sem þeir gera og mjööööög talented en eftir þetta langa frí sem þeir tóku virtust þeir vera að glopra þessu niður, þeir töpuðu fyrir Heat og fleiri liðum og MTA pakkaði þeim saman reglulega, ég átti ótt og títt í samtölum við ýmsa dedi menn (eflaust að drepa þá úr nöldri) um það að þeir mættu nú ekki glopra þessu niður og að maður óskaði þess að þeir færi að pwna aftur, hvað kemur svo á dæginn? Þeir tóku þetta eins og upphitun, í fyrsta leik smá riðgaðir, 11-8 gegn ferskum ecco mönnum, næsti leikur 11-5…þá 11-3 og svo úrslitaleikurinn 11-2, greynilega mikill stígandi í leik liðsins og manni sýnist að þeir séu komnir back on track og þá líklegast betri en MTA sem þrátt fyrir að vera ekki með átti nokkra fulltrúa á mótinu.

Leikmenn sem komu á óvart, Squirtle sýndist mér nú hafa verið að standa sig eins og hetja, en það var nú bara það sem ég sá á ase, miðað við lýsingar lauksins þá var petti að sína það og sanna að hann kálar heilu liðunum með bundið fyrir augun og bara með vinstri. En þetta var svona það sem maður sá, eflaust hafið þið margir verið að brillera, og jú má víst ekki gleyma Bjarna úr uoM…hann held ég að vilji meyna allaveganna að hann hafi átt sæti á þessum lista skilið þar sem eins og hann sagði á ircinu svo skemmtilega “<tsn\bjarni> fyrsta mótið og maður bara beint í úrslit
<tsn\bjarni> hversu mikið own
<tsn\bjarni> fæddur meistari”
Já hann er fæddur meistari og vonandi getur hann leitt uoM áfram með þessu hugarfari, þetta er hugarfar þeirra bestu í cod í dag!

Ég óska Dedication til hamingju með sigurinn en segi við uoM menn, þetta kemur næst og þangað til þá þá hveð ég þig ágæti lesandi :)