Jæja ég ákvað að skella inn einum kork um þetta frábæra framtak Dedicationmanna. Einnig ætla ég að viðra skoðanir mínar á liðunum og hvernig leikirnir fara :)

1. Tyre Vs Meistari

Tyre er miklu mun þéttara lið heldur en Meistari, þar má helst nefna Templer, Wint, Pip-boy og svo fleiri góða gaura. Þetta er lið sem ætti að vera “more than a match” fyrir flest öll lið. Meistari reccaði 2 nýja gaura rétt fyir mót til að spila með sér á því móti bara, Trixer í láni frá devo og Purki kominn til að vera frá Heat. Meistari byggist mikið upp á því að Trixer og Purki njóti sín vel og að hinir reyni að supporta þá sem mest, þetta eru án efa bestu playerarnir hjá þeim á þessu móti og ef þeir eiga toppleik saman þá er fátt sem stöðvar Meistara.

Að öllu þessu aðgáðu þá myndi ég segja að það séu 60% líkur á sigri Tyre og 40% líkur á sigri Meistara

uoM Vs Team[R]ocket

uoM eru með mikið af gömlum stjörnum í liðinu, margir ekki mjög active, þó má nefna það að Corvus og Bombe eru að spila slatta og maður sér hina einstaka sinnum inná. Mest mun held ég mæða á Corvus og Bombe í þessum leik, þeir eru báðir hörkugóðir og því uoM til alls líklegt þó að þeir séu ekki eins góðir og þeir voru. TR afturámóti hefur ROSALEGA jafnt lið, þeir munu án nokkurs vafa fara mjög langt í þessarri keppni, á því leikur enginn vafi. Þeir geta unnið nánast hvaða lið sem er og maður þorir varla að nefna einn mann framyfir annan, HÖRKU-lið þarna á ferð og að mínu mati þá eru þeir sigurstranglegir í þessum leik.

uoM (35%) - TR (65%)

ECCO Vs Dedication

VÁÁÁÁÁÁÁ…þvílíkur leikur…þetta er leikurinn sem maður hefði viljað sjá í úrslitum. Þetta er stórleikur sem enginn má missa af og það væri synd ef honum væri ekki lýst.

Ecco er stórkostlegt lið sett saman úr frábærum liðsmönnum, þar má fremsta í flokki nefna: Smuffy, Biggi, Drezi og þetta eru engan smá bombur þarna á ferð. Þetta er liðið sem ég tel að í current formi geti vel verið besta liðið á mótinu. Mér finst vanta All-Star í þetta lið og ég sakna nafns hans í line-uppinu hjá þeim, allaveganna sá ég það ekki því að með hann þá tel ég að þeir hefðu unnið þetta mót.
Dedication eru heldur engar kellingar, þetta er liðið sem hefur unnið öll mót í cod 2 hingað til og farið leikandi létt með það, komist langt í open cup og er sem stendur besta lið landsins ásamt MTA (sem ég sé einnig eftir að sjá ekki þarna). Í Dedication eru menn eins og: Fanatic, J1h, Chii, Rocco, heimsklassa playerar.
Þá er komið að líkunum…erfitt að segja

Ecco (45-50%) - (50-55%) Dedication

Þá er það síðasti leikurinn:

Badass Vs Heat

Badass eru ekki jafn öflugir og þeir hafa verið, ingvarK er náttla maðurinn en það er bara ekki nóg í svona leik, ég held að Heat með Dickhead og Horodo í fararbroddi vinni þennan leik.


Sigurvegarar mótsins held ég að verði annaðhvort Ecco eða Dedication, frábær lið, síðan á eftir þeim mun Team Rocket koma.

Endilega sherið ykkar skoðunum, engin skítköst því þetta er bara skoðun, ekki endilega rétt.