Ég var eitthvað að leika mér inná clanbase um daginn og sá þar að lið sem heitir X6 hafði veirð að keppa á móti Speed-link um sæti á clanbase eurocup laninu, ég ákvað nú að skella mér á frábært demó frá X6*ZCOO
sem ég sé nú ekki eftir.

Ég horfði á allt demóið, þvílík lið, flottar nades sem ég skildi aldrei hvert áttu að fara en virtust ALLTAF rata beint á hausinn á einhverjum, sama hvenær þeim var kastað.

MP_St. Mere Eglise þróaðist þannig að í pistol bashinu þá sýndu Speed-Link að þeir hafa lent í svona bössum oftar en 1 sinni og oftar en 2, ég held að þeir hafi verið búnir að æfa þau ansi vel fyrirfram því að X6 voru teknir og þeim slátrað í því.

Speed-Link valdi American “and the game was on”, Speed-Link smoke-uðu miðju og German Spawn húsið en mér virtist það ekki breyta neinu í varnarplani X6, þeir voru greynilega allir með á hreinu hvernig ætti að spila þetta mapp og í byrjun hreint út sagt völtuðu þeir yfir speedlink, staðan var held ég 6-1 eða 6-2 þegar að Team-Speedlink loksins vaknaði til lífsins, þeim minnkuðu muninn í 8-5 en það var ekki nóg, X6 voru ferskari og tóku síðustu 2 roundin, staðan 10-5 og allt lítur út fyrir að x6 séu að tryggja sér farmiða á Clanbase Eurocup lanið.

Þá eru það x6 sem þurfa að sækja á Speedlink menn, þeir smóka miðju og fara svo hægt og rólega í gegnum miðju og á B, en Speedlink menn voru alveg tilbúnir undir þetta og tóku hraustlega á móti þeim en lánleysi þeirra var algjört, lucky round winning headshots litu dagsins ljós og var það það sem bjargaði x6 oft á tíðum.

En Speedlink voru ekki alveg með á nótunum og höfðu ekki heppnina með sér, leikurinn endaði 16-8 fyrir x6 og farmiði þeirra á lanið í höfn, þess má þó geta að Speedlink fer líka á þetta lan því að þeir völtuðu yfir dM(digital Mind) í leik um síðasta lausa miðann á lanið þannig að liðin sem mætast á því lani eru:

x6
speedlink
TeK-9
Dignitas

Það verður gaman fyrir allaveganna mig að fylgjast með þessu en það er eitthvað sem ég hvet alla til að gera, ég er búinn að læra nýjar nades og stuff í kvöld og hafði gaman af í leiðinni :)