Jæja, hvert er almenningsálit á því hvor é betri, CoD 1 eða CoD2?
Mér finnst CoD 1 vera betri í nánast alla staði.
Það er svo mikið af dóti í 2 sem er svo geðveikt pirrandi, t.d.: reyksprengjur, shotgun, ekkert recoil þanig að það er bara hægt að drita endalaust, svo ef maður er skotin getur maður varla hreyft sig í 3 sekúndur.
En möppin og sniperarnir eru fín og eflaust betri en í CoD 1 en rifflarnir eru hundleiðinlegir miðað við CoD 1.
Allavega þá er þetta mitt álit eftir þessa fyrstu daga en það getur vel verið að það breytist.
Já, ég gleymdi að nefna að nánast öll borðinn eru á kafi í reyk og það er gígapirrandi. Til hvers allur þessi reykur?
En samt er þetta ágætis leikur svosem en ekki jafngóður og CoD 1.