Nú hafa verið miklar vangaveltur um framtíð landsliðsins í cod, þegar ljóst er að cod2 kemur út á næstu dögum.
Eins og ég sé það í dag, þá á cod2 eftir að taka við af cod að mestu. Keppnin í cod2 á væntanlega eftir að verða mun stærri en keppnin í cod og því ætla ég mér, eins og svo margir aðrir, að einbeita mér að þeim leik þegar hann kemur út.
Þess vegna tel ég að ég sé ekki lengur besti kosturinn sem fyrirliði landsliðsins og vil því endilega að einhver annar taki við. Með þessum orðum segi ég af mér og þakka kærlega allan stuðning sem ég hef fengið og skora á þá sem telja sig hæfa í þetta að bjóða sig fram.
Takk fyrir mig.
- Waldez