Ég er búinn að vera að lesa þetta áhugamál af og á undanfarið og sé alltaf það sama koma upp aftur og aftur, að CoD samfélagið sé heilagra en CS samfélagið, þetta tel ég ekkert nema óskhyggju ef marka má nýlega reynslu.

Var fyrir stuttu með frænda minn í heimsókn, krakkinn er átta ára, hann er að spila kurteisislega og allt í góðu. Nema þá sé ég að einhverjir úr ónefndu klani eru búnir að ákveða að það skuli vera þeir á móti rest. Frændi minn skilur þetta ekki, og gerir þessvegna ekkert í þessu, og er teamkillaður fyrir að hlýða ekki.

Svo kemur á skjáinn “drullaðu þér yfir belja”.
Svo er hann teamkillaður aftur.

Ég spyr, hvernig í andskotanum getur þetta samfélag talist betra?