Modern Warfare 2 umfjöllun Þessi grein er skrifuð til að vara alla við MW2 og hvað hann er _hörmulegur_ í alla staði. Mestu leikjavonbrigði síðan CS condition zero. Þar að auki fékk ég stöðumæla sekt á meðan ég spilaði hann þannig að það fékk mig til að hata hann jafnvel meira

Ég á leikinn á xbox360 og var að koma heim úr 3 tíma spilun í ground zero þar sem ég prófaði leikinn á PC. Barabamm. Ræsti leikinn. Fór í multiplayer og bjó til profile. Fór svo að finna server með þessu blessaða IW net kerfi. Þetta IW net kerfi er í sjálfu sér ekkert hrikalegt. Ágætis kóði bakvið það þannig að það er ekkert vesen á því. Maður er snöggur að finna leik en SAMT lengur heldur í CoD4. Og þú ræður engu með hvaða map þú ferð í eða hvaðeina. Til að byrja með geturðu bara valið Deathmatch og Team DM og þarft actually að unlocka hin gameplay modin (???) eins og SD, HQ, CTF etc. Ég loadaði svo leiknum og fór að spila. Fyrsta sem ég tek eftir er að fov er fast í 65 og það er engin leið til að breyta því. Það er náttúrulega mesta djók sem ég hef séð, enda virkar 65 í fov ekki á PC. Það er í lagi ef þú ert að spila á 42 tommu plasma og situr 5 metrum frá sjónvarpinu á xbox en EKKI á PC.

Gameplayið hinsvegar er orðið algjört djók, þetta er orðið að einhverrri Looney Toons LSD sýru. Það eru komin einhver milljón perks, milljón billjón basúkur og meira af svona noob-tube drasli sem drepur mann í einu skoti. Svo í hvert skipti sem þú drepur einhvern kemur einhver flassandi texti sem segir “HEADSHOT!!!” “LONG RANGE SHOTT!!!” svo þegar þú drepur einhvern með sniper segir rödd með viðeigandi flassandi rauðum texta “ONE SHOT ONE KILL!!!”. Svo eru líka einhver achievements flassandi útum allt “Congratulations! You unlocked the achivement to run 3 kilometers!!!” Ég hugsa að ég gæti haft gaman af því hvað gameplayið er orðið mikil flogaveiki ef ég myndi botna techno remix af Rammstein lagi og snorta kíló af amfetamíni

Byssurnar eru svo ansi ómerkilegar. Þær eru allar zero skill. Þær eru nánast allar eins og M4 er í CoD4, bara miða og spraya svo er eitthvað mjög óútreiknanlegt og asnalegt recoil sem er engin leið til að læra á eða mastera. Í þokkabót þótti þeim sniðugt að remova AK-74u til þess að segja þeim sem kunna að spila að fokka sér aðeins meira.


Einnig eru hlutir eins og death streaks sem einkennir eiginlega hvað er að leiknum. Því að þú færð helling af power-ups og drasli ef þú ert að skíta á þig. Ef þú ert nógu andskoti lélegur þá gefur leikurinn þér séns á að ná þér í kill með því að gefa þér einhver rugl imba perks.
Dæmi: Þú drepst 3x í röð og þá færðu Juggernaut á sterum og ert basically ódrepandi í 10 sec eftir að þú spawnar. Mér fannst alveg endalaust gaman þegar ég kom í bakið á einhverjum dólgi og sprayaði klippu í eyrað á honum og hann snéri sér svo við með auka litnings reflexunum sínum og dældi í mig blýi. Það vill svo skemmtilega til að hann gerði það ekki með ekki einni, heldur tveimur p90, double silencaðar með double tap og sleight of hand. Ég held að það sé gott dæmi um hvað leikurinn er orðin mikil steypa þegar þú sérð einhverja gaura hlaupandi um tvær silencaðar p90 með double tap í þokkabót.
Ekki nóg með það, heldur eru líka komin hellingur af nýjum killstreaks. Þannig að þegar þú ert ekki sprayaður í drasl af ódrepandi nooba með tvær silencaðar p90, þá ertu drepinn af einhverjum nýjum þyrlum, fleiri gerðum af airstrikes, scud missiles, raptor missiles. Svo það sem mér þótti skemmtilegast var að núna geturðu sett niður einhvern byssu-turn sem stendur bara þarna og skýtur þig í döðlur þegar hann sér þig.


Möppin eru líka öll frekar slöpp, sá eitt map sem ég spilað sem hafði smá potential til að vera ágætis keppnismapp en það var eitthvað brasílískt street map. Hin möppin eru öll eins og pipeline, bog, overgrown etc etc.

Núna ertu kannski að hugsa: “Hmm, leikurinn gæti samt orðið fínn ef þeir releasa einhverjum dedicated server patchi og mod tools og svo fer samfélagið bara og promoddar hann”. Errr ekki séns. Leikurinn er direct port frá ps3 og xbox, hann er ekki hannaður fyrir PC eins og CoD4 var. Það sést langar leiðir þegar þú ferð að spila hann því að grafíkin er hörmuleg miðað við CoD4. Ég skil ekki hvernig þeir fóru að þessu en leikurinn lítur helmingi verr út en forveri sinn. Sérstaklega ef þú ert með lélega tölvu og ætlar að lækka grafíkina og textures og svona því þá endar hann með því að líta út eins og leikur frá árinu 1998. All in all fannst mér eins og ég væri að spila leik frá Treyarch og meirisegja verri. Og það voru augljóst að aðrir spilarar voru sammála því að á public voru menn að segja “I wish I hadn't bought this pile of shit” o.s.frv.

Þó að leikurinn sé vonbrigði í alla staði að þá hef ég samt lúmskt gaman að honum í xbox. Single playerinn er massíft góður þó að ég fékk kjánahroll dauðans þegar ég heyrði 50 cent slefa þessum fáu línum sem hann átti útúr sér.

Niðurstaða:
Ég fékk það sterklega á tilfinninguna að ég væri að spila Treyarch leik þegar ég prófaði PC version. Grafíkin er arfaslöpp, glitches útum allt, ekki hægt að leana og að lokum 65 fov. Og svo er leikurinn bara svo unsmooth eitthvað og misheppnaður. Þetta er bara ekki sami leikjaserían og við höfum elskað heldur er þetta letilegt port af console leik sem misskildi algjörlega hvað aðdáendur vildu sjá í framhaldsleik.

Loka loka niðurstaða: Downloadaðu honum og spilaðu single player. Það er ágætt. En haltu þig við MW1 online.