Tók hér tali á nýkosnum landsliðscaptain, Gauja “joseph” Magg og fiskaði upp nýja landslið Íslands.

Fréttamaður: Sæll Gauji, til hamingju með að vera kosinn landsliðscaptain, einhver fyrstu “official” words?

Joseph: Veit ekki hvað skal segja, átti nú ekki von á því að vera valinn í þessa stöðu, sumir segja að clanbase umsókn mín hafi hjálpað til, en ég veit það að það var hellingur af góðum mönnum sem kusu mig og ég ætla að gera mitt besta til að gera þetta landslið eftirminnilegt í sögu íslenska cod samfélagsins
Ætla allavega ekki að segja af mér eins og sumir vilja
…vill bara fá mitt tækifæri

Fréttamaður: Hver er stefnan og hvað er markmiðið með landsliðið? Er verið að fara fyrir fun eða á að fara eins langt og landið ber okkur?

Joseph: Stefnan er sú að taka bara þátt og vera með og vera landi og þjóð til sóma, tek það fram að við munum spila alla okkar leiki, NO forfeit töp. Ekki myndi spilla fyrir ef við fengjum fálkaorðuna að lokum eins og handboltalandsliðið.

Fréttamaður: Jæja…þá er komið að stóru spurningunni, landsliðið? Hverjir eru í því, hverjir eru á “bekknum” og hverjir eru á “bekknum bekknum”?

Joseph: Main lineup er að sjálfsögðu: Drezi, Noxi, Knudsen, Smuffy,Tech en ég ætla auðvitað að spila eitthvað þar sem ég er nú kafteinn og vona að menn skilji þá ákvörðun. Bekkurinn er svo Biggi_ og Snatch og síðan ætla ég að hafa svona varamannabekk við þann bekk og þar eru Crymo og Lennzy í augnarblikinu og gæti verið að ég myndi henda 2 mönnum þar í viðbót því það sakar ekki að vera með stóran hóp til að byggja á.

Fréttamaður Ok þakka þér fyrir það, þá vita menn það, any last words?

Joseph: Hlakka bara til að fá að fá að takast á við þetta verkefni og spila með þessum eðaldrengjum sem hafa samþykkt að spila fyrir liðið, vona að við náum langt í þessari keppni, en umfram allt að við höfum gaman af þessu og er það mín ósk að við viðhöldum þessu svo næsta season og að íslensk leikjamenning fari að spila meira national.