Ég tók mér smá tíma í dag í það að spyrja 4 virta cod playera hvað þeim fyndust vera 10 bestu leikmennirnir og hvaða einkun þeir gæfu þeim. Þetta er aðalega til skemmtunar og svo til þess að sjá aðeins hvaða skoðun topp player-arnir hafa á spilurunum sem núna eru í cod samfélaginu.

Til þessa verks fékk ég: Knudsen, Crymo, Noxa og Dreza en þetta eru allt strákar sem hafa verið að spila með og á móti lang flestum, fyrir utan noxa þá hafa þeir allir verið að spila með toppliðunum auk þess að vera að mixa með t.d cX og fysgin þannig þeir þekkja player valið vel. Spurningin var einföld, raðaðu leikmönnunum í top 10 og gefðu þeim einkunn. Síðan þá vann ég úr þeim upplýsingum og meðaleinkun er meðaltalið af hvaða einkun þeir fengu, einungis 7 voru á öllum listum en ef maður var ekki inná listanum þá fékk maður 0 í einkun frá þeim aðila. Ég er með merkt fyrir aftan hvað það voru margir af þessum 5 (ég setti mín atkvæði inní þetta líka) sem kusu þá á top 10.

Stigin sem þið sjáið voru reiknuð þannig út að ef einhver var efstur á lista, þá fékk hann 10 stig, ef maður var nr 3 á lista, þá fékk maður 8 stig. Ef 2 voru jafnir (með sömu einkun) kanski í 3-4 sæti fengu þeir meðaltalið af einkunum sínum, sem dæmi ef ég gef Dreza 10, smöffy 9, bigga 9 og noxa 9, þá fær drezi 10 stig en smöffy, biggi og noxi fá 8 stig hver því þeir raðast saman í 7-9 stigin.

Þannig here you go, engir aðrir en þessir 13 voru nefndir.

1. Drezi: 9.8 í meðaleinkun - 48 stig (5/5)
2. Smuffy: 9.4 í meðaleinkun - 42.5 stig (5/5)
3. Noxi: 9.1 í meðaleinkun - 38.5 stig (5/5)
4. Knuddi: 9.1 í meðaleinkun - 38 stig (5/5)
5. Tech: 8.8 í meðaleinkun - 31.5 stig (5/5)
6. Biggi_ 8.4 í meðaleinkun - 24.5 stig (5/5)
7. Snatch 7.7 í meðaleinkun - 17 stig (5/5)
8. Crymo 5.4 í meðaleinkun - 6.5 stig (4/5 listum)
9. Lennzy 4.4 í meðaleinkun - 8 stig (3/5 listum)
10. Snoozen 4.4 í meðaleinkun - 7 stig (3/5 listum)
11. Joseph 2.5 í meðaleinkun - 5.5 stig (2/5 listum)
12. Ingvar 1.6 í meðaleinkun - 3 stig (1/5 listum)
13. Saeko 1.4 í meðaleinkun - 1 stig (1/5 listum)

Vil þakka öllum sem tóku þátt og gaman að núna sé listi sem er ekki frá einum manni sem verður fleimaður, heldur er þetta combined listi frá 5 spilurum (þeir voru valdir eftir því hverjir voru online á msn hjá mér af topp players :P)