Promod 4. Nú fyrst ég er hættur á esports þá set ég bara greinar og fréttir hérna inná.

Hvað er promod4 og hvað breyttist frá promod3?

Promod 4 er í raun bara uppfært promod 3 vegna þess að kóðinn á bakvið promod3 er nær óbreyttur, í mesta parta hefur bara frontinu á nr 3 verið breytt. Skipanir sem voru bannaðar gerðar mögulegar, breyttir litir/lýsing og vopnum var breytt. Í dag er komið út 4.21 og enn eru hlutir að bætast við.

Mikil umræða er í gangi innan samfélagsins í dag og tvö mál aðallega til umræðu, cod2 vs cod4 og cod4 promod vs Damn. Það er alveg heil önnur grein ef ég ætla að ræða um mun á damn:na, damn:eu og promod. En í þessu sambandi er hægt að benda á að nú hefur verið stofnað smá samband þar sem 12 top lið evrópu cod4 samfélagsins koma saman. Fyrsta verk þessa sambands er að reyna að komast að viðunandi niðurstöðu varðandi val á mod fyrir eu samfélagið.

Jaymie “carlisle” Clifford og JUSZN eru báðir þekktir topp menn í cod og eru þeir nöfnin á bakvið promod 4. Carlisle var spurður rétt eftir útgáfu nýja modsins hver stefna væri hjá þeim og svaraði hann að modið byggðist aðalega á því hvað samfélagið vildi, ef nægur stuðningur væri á bakvið einhverja breytingar sem fólk bæði um yrði það skoðað og jafnvel sett inn. Dæmi um það er t.d. r_fullbright ON skipuninn og nú í nýjasta (4.21) er r_normalmap flat leyft.

Nýjasta útgáfan ber nafnið 4.21 og kom út í dag, modið stefnir hægt og óðum í finished útgáfu því alltaf koma færri og færri athugasemdir en ennþá má laga nokkra hluti. Mínar hugleiðingar eru þær að modið sé mjög nálægt því að vera tilbúið, ef t.d. deagle verður nerfuð eins og damn, hitboxið stillt þannig að hs gera ennþá meira, ak74u verði haldið nokkuð eins og hún er, kannski laga örlítið mid range á henni en annars er hún fín og kannski taka nade indicator út. Þá er modið nánast fullkomið en það er bara mín skoðun.

Upphaflega átti þetta mod að vera breyting á byssunum en þegar á leið bættust fleiri og fleiri breytingar við. Þessar upprunalegu breytingar voru þrjár.
Cooking var sett á OFF.
Ak74u var gerð meira balance, í promod 3 var hún eitt stórt rugl, en nú er hún meira balanced. Hún er eins og hún var í closerange, nerfuð í mid range og alveg tekin út í longrange.
Sniper var gerður betri í closerange en til þessa var það alveg random hvert skotið fór þegar nozoomað var. Núna skítur hann beint ef spilarinn stendur kjurr, þetta er samt ekki alveg eins og cod2 sniperinn var en svona millivegur.

Hinar breytingarnar eru margar og flesta minniháttar. Hérna er smá listi.


1. AK74u ammo reverted back to 30 bullets per clip due to nerf
2. Grenade damage radius reduced by 10%
3. Improved map visibility
4. Removed forcing “FPS” dvar “r_smc_enable 0”, smart shader cache is now optional
5. Backlot car bug & noise fixed
6. Game physics reduced
7. Overall 5-10% FPS increase
8. Every map less saturated
9. Promod version title's changed
10. SMG's have been re-balanced
11. AK74u increased damage at medium range
12. MP5 Sniping has been removed
13. Improved SMG hitbox
14. Improved voice menu enabling new features/functions
15. Promod Graphics toggleable (Guide on how to use properly below)
16. Fullbright toggle
17. FOV toggle
18. Saturation toggle
19. Texture filtering toggle
20. Lag issues resolved from 4.10
21. Can't plant during time-outs anymore
22. Fixed head bob after plant
23. Full integration into source code offering smoother gameplay
24. Few surprises for people who use naughty commands that can't be forced
25. No longer able to call timeouts in public mode
26. FIXED Headbob after plant
27. Various weapon file bug fixes
28. Lagg REMOVED when auto-climbing, changing weapons and dropping bomb
29. Request stats now fully functional
30. r_normalmap now optional/toggle
31. Quick menu “Cycle Blur” function added
32. Fixed 74u clip when adding silencer
33. 2 SMG Limit per side

Eins og sést eru þær all nokkrar og allar góðar. Carlisle var spurður hvort þetta væri svona millivegur milli damn og promod 3 og svarið var “In one word : Yes”. Þróun þess hefur allaveg verið í þá áttina. Ég hef tekið nokkur skjáskot úr promod 4 og sett þau hérna inná og má sá þessar myndir hér.

Mynd 1.
Mynd 2.

Þetta var nokkuð nákvæm yfirferð á hvað promod4 er og hvert það stefnir. En hvað er ykkar álit, sáttir við promod 4, viljið þið frekar Damn? Hvað má bæta, laga eða taka út úr 4, eða á bara að minnka breytingarnar í damn mod?

© Abattage @ Hugi.is 2009